„Allt er gott í hófi“ er kjaftæði

Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari í Hreyfingu segir að við eigum …
Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari í Hreyfingu segir að við eigum að venja okkur á það að borða almennilegan mat.

„Já, þú last það rétt. 

Ég heyri fólk lon og don nota orðatiltækið „allt er gott í hófi“ til að réttlæta óskundann sem það lætur ofan í sig. Yfirleitt eru það þá einhverskonar sætindi, vín eða annars konar dónaskapur sem fólk er að moka í sig,“ segir Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari í Hreyfingu og umsjónarmaður hlaðvarpsins 360° Heilsa í nýjum pistli á Smartlandi: 

Samtímis friðar það sálartetrið með því að óma þessa möntru „Allt er gott í hófi, ekki satt?“.

Hvað er þetta „hóf“ sem þetta fólk er að tala um? 

Vandamálið liggur í því að hver og einn réttlætir fyrir sjálfum sér að sitt „hóf“ sé hóflegt og sé þar af leiðandi allt gott og blessað.

Fyrir um það bil 70 árum þótti hóflegt að skottast til kaupmannsins og fá eina pínulitla kók í gleri og lakkrís rör.

Í dag þykir fyrir mörgum hinsvegar hóflegt að fara 1 sinni í viku í nammiland, stútfylla poka af gúmmelaði og fá sér eina stóra kók í dós með því. Hófið hjá sumum inniheldur jafnvel sveitta pizzu að auki.

Hvort af þessu er þá hóf?

Fyrir einhverjum virðist „hófið“ vera að setja líkamann í sykursíkis ástand eitt kvöld í viku …

Hvenær verður hófið óhóf? Hver dregur línuna?

„Hóf“ er afstætt hugtak sem þýðir ekki neitt. 

„Allt er gott í hófi” er mantran sem óhóf felur sig á bakvið.

„Allt er gott í hófi” er mantra sem virkar ekki í óhóflegu samfélagi. 

Samfélagi þar sem matur og drykkur er hannaður fyrir ofneyslu. Hannaður til að örva hverja einustu vellíðunarstöð í heilanum svo að þú haldir áfram að gúffa þar til ílátið er tómt. 

Hættu að neyta í hófi.

Byrjaðu frekar að næra þig með mat sem ræktar heilsuna þína. Mat sem gerir þér kleift að lifa heilsusamlegra lífi. Mat sem lætur þér líða vel á líkama og sál. Nærðu þig eins og þú berir virðingu fyrir líkamanum þínum.

Neyttu óhollustu eins sjaldan og þú getur. Þegar þú ferð í óhollustu, þá dvelurðu örstutt á þeim stað og heldur svo áfram að rækta heilsuna. 

Fylltu daginn þinn af uppbyggjandi hlutum. Hlutum sem rækta þig og gera þig betri.

Gerðu óuppbyggilega hluti eins sjaldan og þú getur.

Þegar þú gerir óuppbyggjandi hluti, þá dvelurðu örstutt á þeim stað og heldur svo áfram að gera uppbyggilega hluti. 

Hættu í hófinu. 

Settu frekar athyglina á að gera uppbyggjandi hluti í óhófi.

Settu athyglina á að verða betri í dag en í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál