Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

Húsið við Túngötu 38 er eitt af dýrari einbýlishúsum á …
Húsið við Túngötu 38 er eitt af dýrari einbýlishúsum á markaðnum í dag. ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Það er ekki bara hægt að finna einbýlishús í ódýrari kantinum í Reykjavík þar sem nóg er framboðið af dýrum og flottum einbýlishúsum í Reykjavík og nágrenni. Einbýlishús sem kosta yfir 160 milljónir í dag eru ný og gömul, allt frá Seltjarnarnesi til Kópavogs. 

Smartland tók saman dýrustu einbýlishúsin. Um sum þeirra hefur áður verið fjallað á Smartlandi. Það hús sem er dýrast er einbýlishús við Kvisthaga en verðmiðinn er 239 milljónir. 

Þernunes - 160 milljónir

Við Þernunes 1 á Arnarnesi stendur afar veglegt 391,6 fermetra stórt hús. Húsið fór á sölu í fyrra en ásett verð er enn 160 milljónir. 

Þernunes 1.
Þernunes 1. ljósmynd/Fasteignaljósmyndun

Túngata - 165 milljónir

Við Túngötu 38 í miðbæ Reykjavíkur stendur glæsilegt hús sem byggt var árið 1930. Í hús­inu eru ró­sett­ur og upp­runa­leg­ar inni­h­urðir, stíflakkaðir glugg­ar og allt það sem ger­ir heim­ili hlý­legt og heim­il­is­legt. 

Túngata 38.
Túngata 38. Ljós­mynd/​Gunn­ar Sverris­son

Aflakór- 168 milljónir

Við Aflakór 12 í Kópavogi stendur hús sem var byggt árið 2008 og er 395,8 fermetrar. Þrátt fyrir stærðina eru aðeins þrjú svefnherbergi en plássið er þó nóg og í dag er þar meðal annars 40 fermetra tómstundaherbergi. 

Aflakór 12.
Aflakór 12. ljósmynd/ Af fasteignavef Mbl.is

Bollagarðar - 185 milljónir 

Við Bollagarða 2 á Seltjarnarnesi stendur fallega endurnýjað einbýlishús. Allar innréttingarnar eru sérsmíðaðar en ásett verð er 185 milljónir. 

Bollagarðar 2.
Bollagarðar 2. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Dýjagata - 195 milljónir

Við Dýjagötu 16 í Garðabæ stendur eitt glæsilegasta hús landsins. Ásett verð er 195 milljónir en í fyrra fór húsið á sölu og var ásett verð 247 milljónir. Íbúðir eru í kjallaranum og húsinu fylgir lóð og byggingarréttur. 

Dýjagata 16.
Dýjagata 16. ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Bjarkargata - 210 milljónir

Við Bjarkargötu 6 í Reykjavík er á sölu töluvert endurnýjað fallegt steinhús frá árinu 1933. Húsið kemur ekki ókeypis en ásett verð er 210 milljónir. 

Bjarkargata 6.
Bjarkargata 6. ljósmynd/Af fasteignavef Mbl.is

Kvisthagi - 239 milljónir

Við Kvisthaga 12 í Vesturbæ Reykjavíkur stendur afar glæsilegt hús með sundlaug í kjallaranum. Ásett verð er 239 milljónir. 

Húsið við Kvisthaga er með innisundlaug.
Húsið við Kvisthaga er með innisundlaug. ljósmynd/Fredrik
mbl.is