Harald Aspelund keypti keðjuhús í Fossvogi

Harald Aspelund afhentir Michael Möller hjá Sameinuðu þjóðunum trúnaðarbréf sitt.
Harald Aspelund afhentir Michael Möller hjá Sameinuðu þjóðunum trúnaðarbréf sitt. Af Facebook-síðu utanríkisráðuneytisins

Harald Aspelund og Ásthildur Björg Jónsdóttir hafa fest kaup á keðjuhúsi við Lautarveg í Fossvogi. Um er að ræða fallegt hús sem byggt var nýlega. 

Harald hefur starfað í utanríkisþjónustunni í þrjá áratugi en Ásthildur er doktor í menntavísindum. 

Það er ekki skrýtið að þau hafi fallið fyrir húsinu því það stendur á góðum stað í Fossvogi þar sem stutt er í allar áttar og út á stofnbrautir. Þar ríkir veðursæld og er hægt að hjóla í bæinn eða í Kópavog. 

Húsið sem þau hjónin festu kaup á er stílhreint og fallegt eins og sést í umfjöllun Smartlands um það sem birtist á síðasta ári þegar húsið var á sölu. 

mbl.is