Kári Sverriss breytti algerlega um stefnu

Kári Sverriss, tískuljósmyndari, matarljósmyndari og heimilisljósmyndari, kann að gera fallegt í kringum sig. Fyrir tæplega áratug ákvað hann að láta drauma sína rætast og hélt til Bretlands til að læra ljósmyndun. Hann sér ekki eftir þótt mikil samkeppni sé í bransanum. Síðustu ár hefur hann myndað fyrir frægustu tískutímarit heims og hefur verið á endalausu flakki um heiminn. 

„Ég er rosa heimakær, finnst notalegt að kveikja á kertum og drekka gott kaffi,“ segir Kári. Vegna vinnunnar ferðast hann mikið sem gerir það að verkum að hann er mun heimakærari í dag en áður. 

View this post on Instagram

Archive work - shot by me #karisverriss

A post shared by Kári. Sverriss - Photographer (@karisverriss) on Jan 13, 2020 at 10:49am PST

mbl.is