„Mig vantar ekkert en ég væri til í hlýrri sæng“

Tómas Oddur Eiríksson hefur ákveðið að leggja land undir fót og fara í sólina yfir hátíðina. Hann er einn þeirra sem eiga auðvelt með að taka þátt í hinu hefðbundna í samfélaginu en veigrar sér ekki við að gera hlutina aðeins öðruvísi ef svo ber undir.

„Ég ætla að stinga af um jólin og fara til Kanaríeyja. Mig hefur lengi langað að prufa eitthvað annað og í fullri hreinskilni er ég orðinn pínu leiður á þessu jólahandriti. Finnst maturinn og jólastemningin ekkert spes hér heima. Eina sem ég upplifi hjá fólki er streita, ofát og óþarfa neysla. Þess vegna ætla ég bara suður á bóginn í slökun. Ég veit að það er ekkert sérstaklega umhverfisvænt að fljúga en ég er að minnsta kosti duglegur að planta trjám á sumrin og á ekki bíl heldur ferðast um á hjóli,“ segir hann.

Hvað skiptir mestu máli á jólunum?

„Að fá frí og næði frá hinum hefðbundnu venjum sem tengjast vinnurútínu. Þetta er myrkasti tími ársins og ég finn fyrir því að ég hef minni orku, þarf að sofa meira, og þess vegna er ágætt að þurfa ekki að hafa margt í gangi. Mér finnst einnig mikilvægt að fá góðan tíma með fólkinu sem maður elskar. Ég hitti sem dæmi maka minn nánast aldrei nema rétt á kvöldin og aðeins um helgar. Það er frekar stuttur tími og vinnuvikan einhvern veginn alltaf strax byrjuð aftur.“

Hvernig er hægt að setja hvíld og jóga inn í dagskrá jólanna?

„Það er hægt einfaldlega með því að forgangsraða og spyrja sig: Hvað skiptir mig raunverulega máli? Á hverju þarf ég að halda? Er ekki hægt að sleppa því að stökkva um allan bæ til að kaupa óhollan mat og óþarfa drasl? Betra væri að búa til notalega aðstöðu heima hjá sér með mottu, teppum, kertum og róandi tónlist, tengja sig inn í líkamann og róa hugann. Ef það gengur ekki þá tökum við vel á móti fólki í Yoga Shala Reykjavík.“

Finnst jólaskraut ljótt

Ferðu þá ekki í meiriháttar aðgerðir heima fyrir jólin?

„Nei. Mér finnst jólaskraut ljótt. Ég þríf reglulega hvort sem er. Í mesta lagi baka ég smákökur. Þannig hef ég fullt af frítíma í jólafríinu til að vera með vinum og fjölskyldu og bara hafa það notalegt.“

Hvernig mat borðar þú á jólunum?

„Ég smakka á flestu en heimalöguð hnetusteik er uppáhaldið mitt.“

Hvernig gjafir gefur þú?

„Ég gef af mér. Ég gef tíma, athygli, hlustun, ást og yl. Alla daga ársins. Á jólunum gef ég bara minni nánustu fjölskyldu eitthvert smáræði sem nýtist þeim. Þau vita yfirleitt hvað það er því ég verð að spyrja hvað vantar til að koma í veg fyrir einhvern óþarfa.“

Hver er draumajólagjöfin þín á þessu ári?

„Mig vantar ekkert en ég væri til í hlýrri sæng.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál