Það sem konur þola ekki í kynlífi

Kynlíf er ekki alltaf eins og í rómantískri bíómynd.
Kynlíf er ekki alltaf eins og í rómantískri bíómynd. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlíf á að vera til þess að njóta. Þrátt fyrir það eru það ákveðin atriði sem gera það að verkum að konur og menn njóta þess ekki að fullu eins og kom fram í könnun sem greint er frá á vef Health

Það algengasta sem konur hata við kynlíf er þegar þær eru ofurmeðvitaðar um sjálfa sig á meðan leik stendur. Þrjátíu prósent kvenna gáfu þetta svar. Karlmenn virðast ekki vera jafnóöruggir og komst þetta svar ekki einu sinni á lista hjá þeim. Það algengasta sem menn hata við kynlíf er þegar það er búið of snemma. Þrjátíu og fjögur prósent karlmanna gáfu það svar. 

Það er ekki þar með sagt að konur vilji bara klára kynlífið en 29 prósent kvenna sögðust ekki þola þegar kynlífið klárast of snemma. Konur voru ekki sáttar með að fá ekki fullnægingu eða 28 prósent, 27 prósent þoldu ekki að vera truflaðar og 24 prósent kvörtuðu yfir að forleikurinn væri of stuttur. 

Þrjátíu prósent karla þoldu ekki að geta ekki fullnægt maka sínum, 28 prósent fannst óþolandi að vera truflaðir og aðeins 21 prósent sögðust ekki þola að fá ekki fullnægingu. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál