Hvernig á að stunda kynlíf svo börnin heyri ekki

Færið ykkur af rúminu niður á gólfið.
Færið ykkur af rúminu niður á gólfið.

Það getur drepið alla stemningu þegar börnin labba óvænt inn í hjónaherbergið þegar mamma og pabbi stunda rúmleikfimi. Það getur líka verið heldur óþægileg upplifun fyrir 15 ára gamla unglinginn að heyra í mömmu sinni og pabba stunda kynlíf, þrátt fyrir alla þá kynfræðslu sem unglingurinn kann að hafa fengið.

Hér eru nokkur góð ráð fyrir foreldra sem vilja ekki að börnin þeirra heyri í þeim stunda kynlíf. Þetta er líka gott ráð fyrir þau sem vilja ekki vekja nágranna sína með kynlífsstunum eða þau af aldamótakynslóðinni sem eiga meðleigjanda. 

Færið ykkur af rúminu

Auka hávaði í rúminu getur komið upp um ykkur um leið. Ískur í gömlum gormum eða rúmgafl sem slæst upp við vegginn er augljóst merki um að hitnað hefur í kolunum í svefnherberginu. 

Hendið púðum, koddunum og sængunum á gólfið og látið vel af hvort öðru á rúminu. Það býður líka upp á fjölda stellinga sem auðveldara er að framkvæma á gólfinu en í rúminu.

Nýtið ykkur tæknina

Tónlist er mjög góð leið til þess að fela kynlífshljóð. Það er alls ekki skotheld lausn, sérstaklega með tilliti til þess ef börnin eru sofandi í næstu herbergjum. Þá er betra að skella sér á YouTube og finna „white noices“. Það er vel þekkt ráð sem margir í fjölbýlishúsum nota til að þurfa ekki að heyra í nágrönnum sínum. Það virkar líka öfugt, ef þið eruð með þessi hljóð í gangi inni hjá ykkur, þá heyrist stöku stuna ekki út fyrir herbergið eða niður til nágrannanna. 

Baðherbergið er best þegar allt annað klikkar.
Baðherbergið er best þegar allt annað klikkar.

Haldið stunum í lágmarki

Þetta er kannski augljósasta ráðið. En því getur verið erfitt að fylgja því þegar allt er komið á fullt. Best er að hugsa um það eins og ef þú værir drukkinn á almannafæri um miðjan dag. Þú ert fullur og þú veist það, en mátt ekki koma upp um þig. 

Veljið hljóðlausar stellingar

Ekki velja stellingar sem krefjast mikillar hreyfingar með tilheyrandi hljóðum. Veljið frekar notalegar stellingar eins og trúboðann eða skeiðina. 

Ef ekkert gengur, laumist á baðherbergið

Ef hljóðlátt kynlíf gengur ekki í svefnherberginu þá er alltaf hægt að drífa ástarlotuna af á baðherberginu. Þar gegnir sturtan mikilvægu hlutverki, það er bæði möguleiki að stunda kynlíf í sturtunni eða annarsstaðar á baðherberginu með sturtuna í gangi. Hljóðið frá rennandi vatni dempar hljóðið frá eldheitum ástarlotum á Gústavsberginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál