Þarf fólk að gifta sig til að erfa hvort annað?

Þarf fólk nauðsynlega að ganga í hjónaband til að erfa …
Þarf fólk nauðsynlega að ganga í hjónaband til að erfa hvort annað? Marc A Sporys/Unsplash

Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda. Hér fær hún spurningu 

Sæl Margrét. 

Nú heyrir maður alloft að pör sem búa saman og eiga börn saman ættu að drífa sig að gifta sig til að tryggja réttindi/arf við andlát annars þeirra.

En ef ógift par á ung börn saman (þ.e. engin önnur börn úr fyrri samböndum í myndinni), og allar sameiginlegar eignir þegar skráðar 50/50 á hvorn aðila  s.s. hvor aðili þinglýstur eigandi 50% hlutar í sameiginlegri fasteign og bílar skráðir á báða aðila.

Nú fellur annar aðilinn frá, skiptir þá nokkru máli hvort þau hafi verið gift eða ekki? Þ.e. það eru bara þessi sameiginlegu börn sem erfa þá foreldrið sem féll frá, en þau eru það ung að eftirlifandi foreldrið fer með fjármál barnanna og hefur þ.a.l. áfram alla „stjórn“ á fjármálum fjölskyldunnar.

Er einhver önnur ástæða sem ég sé ekki fyrir að tryggja sérstaklega erfðarétt milli maka þegar engin „bónusbörn“ eru í myndinni?

Kveðja, K.

Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.

Sæl K. 

Eins og fram kemur í fyrirspurninni er enginn erfðaréttur milli sambúðafólks óháð því hvort þau eiga sameiginleg börn eða sambúðin hefur varað lengi. Þannig að við andlát annars sambúðaraðila erfa börnin ein eignir viðkomandi.

Almennt ráða foreldrar persónulegum högum barna sinna, en í því felst ekki að þau hafi alla stjórn á fjármunum barnanna. Strangar reglur gilda um fjárhald ófjárráða barna sem eiga eignir sem eru að verðmæti meira en kr. 1.200.000. Í þeim tilvikum er foreldri skylt að gera sýslumanni grein fyrir ráðstöfun á eignum barns á þar til gerðu eyðublaði, árlega þar til barnið verður 18 ára og fjárráða. Foreldri er skylt að tryggja varðveislu og ávöxtun á fjármunum ófjárráða barns og er óheimilt að blanda saman eigin fjármunum og fjármunum barnsins. Þannig þarf að fá samþykki sýslumanns til allra meiriháttar ráðstafana á fjármunum barns eins og kaupa eða sölu fasteignar, veðsetningar eignar sem og greiðslu kostnaðar af framfærslu eða námi barnsins.

Kær kveðja, 

Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál