Pabbinn er kominn í nýtt samband og dóttirin er ringluð

Ljósmynd/Colourbox

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Stjúptengsl.is svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá einstæðri móður. 

Hæ Valgerður. 

Ég er einhleyp móðir með á 11 ára gamla dóttur. Hér heima ganga hlutirnir ágætlega en ég er svo vanmáttug og pirruð þegar kemur að samskiptum við föður hennar.  Dóttir mín vill breyta umgengninni og vera fleiri daga hjá mér. Það er í lagi mín vegna, en pabbi hennar heldur að þetta snúist um að ég geti ekki unnt honum þess að vera kominn í nýtt samband. Mér er bara alveg sama um hann, en ekki um líðan dóttur okkar.  Ég hef hvatt hana til að ræða þetta við hann sjálf en hún treystir sér ekki til þess.

Kveðja, Anna

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi.
Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl Anna.

Ef ég skil þig rétt, ert þú að reyna að miðla upplýsingum til föður þar sem dóttir ykkar treystir sér ekki að gera það sjálf. Í stað þess að umræðan snúist um líðan og vilja hennar, fer hún að snúast um meinta afbrýðisemi þína út nýtt samband föður.  

Því miður er algengt að fólk missi sjónar af því skiptir máli þegar það er fast í gremju gagnvart hinu foreldrinu. Ég velti fyrir mér hvernig dóttur ykkar líður. Það er einmannaleg staða fyrir barn að geta ekki rætt við foreldra sína um umgengi án þess að að eiga það á hættu að það skapi rifrildi milli þeirra. Hvað með önnur mál? Borgar sig að ræða þau?  Eru vinirnir eina fólkið sem hægt er að ræða málin við?  Hvað með þau börn sem ekki eiga vini?

Það er skiljanlegt að foreldri geti fundið fyrir höfnun, ef barnið treystir sér til að ræða við það sjálft og  auðvelt að kenna hinu  foreldrinu um.  Sá möguleiki getur verið fyrir hendi, en alls ekki alltaf. Það eru ekki bara barnaverndaryfirvöld sem eiga að láta börn að njóta vafans. Foreldra sem eiga börn sem tilheyra tveimur heimilum, þurfa að geri það líka. Jafnvel þó þeir efist um trúverðugleika „skilaboðaskjóðunnar“.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að barn vill breyta umgengni og vert að hlusta á það.  Er það að „flýja“ aðstæður eða er eitthvað í lífi þess sem kallar á að gera þurfi breytingar? Með auknum þroska vilja börn meira ráða sér sjálf og hafa sín eigin plön.  Oft nenna þau ekki þessu „ferðatöskulífi“ á meðan sum eru alveg sátt með fyrirkomulagið. Nálægð við vini, skóla og tómstundir skipta þau máli og ekki síst líðan á heimili. Mögulegt  er að dóttir þín finni fyrir einhverri fjarlægð við föður sinn  eftir að hann fór í samband ef fókusinn hjá honum hefur færst í auknu mæli yfir á sambandið. Þá er mögulegt að hún eigi erfiðara með að ræða við hann um þessa hluti. Nú svo má ekki gleyma því að börn vilja sjaldnast ekki særa foreldra sína og það er kannski eina ástæðan.

Þó svo við berum ekki ábyrgð á viðbrögðum annarra getum við auðvitað skoðað hvað er í okkar valdi sem eykur líkurnar á að hinn aðilinn vilji hlusta á okkur. Í stað þess að bíða eftir að hinn aðilinn breytist, byrjum við á okkur sjálfum. Sýni ég kurteisi í samskiptunum? Hvaða tón nota ég? Spyr ég spurninga eða kem ég með yfirlýsingar? Hjálpa ég til svo umgengnin gangi vel fyrir sig? Er ég áreiðanleg/ur?  Reyni ég að setja mig í spor föður/móður dóttur minnar? Biðst ég afsökunar o.fv.? Erfið samskipti foreldra geta gert aðlögun barna að stjúpfjölskyldum erfitt fyrir, það er því mikils virði að bæta samskipti á milli heimila og í því samhengi má m.a. benda á netnámskeið á heimasíðunni samvinnaeftirskilnad.is

Nái foreldrar ekki að leysa ágreining sinn er hætta á að þeir missa af mikilvægum tækifærum í að bæta líðan og aðstæður barna sinna, sem og þeirra sjálfra.  Ef  við getum ekki að leyst hlutina sjálf, má alltaf leita aðstoðar fagfólks. 

Kær kveðja, 

Valgerður Halldórsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valgerði spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál