Er brjálæðislega hrifin af samstarfsmanni sínum

Hrifning á milli vinnufélaga getur verið snúið mál.
Hrifning á milli vinnufélaga getur verið snúið mál. Ljósmynd/pexels/cottonbro

Kona leitar ráða hjá ráðgjafa Sun vegna þess að hún er orðin brjálaðslega hrifin af manni sem hún vinnur með. Vandamál hennar er að vinnufélaginn virðist ekki vera á sama stað og hún. 

Ég veit að hann er á lausu og okkur semur mjög vel en ég er ekki viss um hvort ég sé að ofhugsa og gera meira úr þessu en þetta er. Ég er 24 ára og hann 26 ára. Ég er búin að vera mjög skotin í honum síðan við byrjuðum að vinna saman fyrir þremur mánuðum. Hann er gullfallegur, ljúfur og mjög skemmtilegur. Hjartað mitt slær hraðar þegar ég er nálægt honum. Við tölum saman á hverjum degi og hann er búin að segja mér að honum finnist ég indæl manneskja.

Af hverju er hann ekki búinn að bjóða mér á stefnumót? Það eru tvær stelpur í vinnunni búnar að benda á að við værum fullkomin saman. Ef þær sjá það af hverju sér hann það ekki? Ætti ég kannski að gefast upp og sætta mig við að hann vilji bara að við séum vinir, mér finnst það samt svo mikil sóun.“ 

Ráðgjafinn svarar:

„Kannski eru vísbendingarnar þínar of lúmskar. Kannski langar hann ekki að vera að hitta einhvern úr vinnunni eða langar bara ekki í samband.

Þú getur alltaf slegið til og boðið honum út í drykk eftir vinnu, ef hann er ekki til í það gæti það breytt stöðunni á vinasambandinu ykkar. En ef þú spyrð ekki þá veistu ekki hvar þú stendur.“ 

mbl.is