Upptekinn í símanum á brúðkaupsdaginn

Hingað til hefur brúðguminn ekki tjáð sig opinberlega um farsímanotkun …
Hingað til hefur brúðguminn ekki tjáð sig opinberlega um farsímanotkun sína á brúðkaupsdaginn. Samsett mynd

Brúðgumi nokkur hefur vakið mikla athygli í netheimum eftir að myndband af honum ásamt brúðinni var deilt á bæði Twitter og TikTok. Í myndbandinu sjást brúðhjónin ganga saman hönd í hönd, niður kirkjuganginn að lokinni hjónavígslu. Á meðan brúðurin er upptekin við að brosa og þakka gestum fyrir komuna er brúðguminn önnum kafinn í símanum að svara skilaboðum og lítur vart upp. 

Myndbandið hefur hlotið yfir 40 milljónir áhorfa á TikTok og eru netverjar alls ekki sáttir við símamanninn og hafa verið ófeimnir við að láta skoðanir sínar í ljós. „Þetta hjónaband er búið,“ skrifaði einn æstur netverji. „Þetta er bilun. Þvílík niðurlæging og algerlega óþarfi,“ skrifaði annar, sem skildi hvorki upp né niður í hegðun brúðgumans. 

Þegar brúðhjónin koma út úr kirkjunni virðist sem brúðurin láti skoðanir sínar í ljós en orð hennar höfðu ekki mikið að segja þar sem eiginmaðurinn snýr sér aftur að símanum sekúndu síðar. „Ekkert. Nákvæmlega ekkert er þetta mikilvægt,“ sagði annar netverji sem vorkenndi brúðinni á stóra deginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál