Reyfarakennt ár

Krabbinn 21. júní - 22. júlí

Elsku Krabbinn minn, þetta verður óvenjulegt og spennandi ár sem hefur margar hliðar, þú verður svoleiðis í essinu þínu strax í janúar, meðal annars vegna þess að fullt tungl er þann 10. janúar í þínu merki, Krabbamerkinu.

Ótrúlegustu draumar eru að verða að veruleika og það er svo dásamlegt á fullu tungli að skrifa niður markmið ársins og þá bara það sem þú vilt að gerist, því það hefur verið sannað að fullt tungl hefur mikil áhrif á okkur mennina, svo nýttu þér afskaplega vel þennan dásamlega janúarmánuð sem er að mæta þér.

Það eru eins og tveir ásar eða talan 11 sem lýsa þér leið í gegnum árið og hún táknar það að ekkert getur stoppað þig á þessu áhrifaríka og merkilega ári, nema þú bregðir sjálfur fyrir þig fæti, svo þú skalt vanda allt sem þú segir og treysta ekki nokkrum manni fyrir neinu sem getur spillt fyrir þér, því þjóð veit ef þrír vita, segir máltækið.

Þetta ár verður reyfarakennt, öðruvísi en undanfarin ár, meira spennandi, dramatískara og færir þér meiri velferð en þú áður hefur upplifað. Maí og júní opna fyrir þér nýjar dyr sem þú bjóst ekki við að þú gætir opnað og þú verður sérstaklega hissa hversu auðvelt það reynist þér, svo mundu að fagna og í hvert skipti sem þú fagnar gengur þér betur, svo gleymdu því ekki. Júlí og ágúst verða svo ljúfir mánuður þar sem þú nærist andlega og byggir upp kraft.

Talan tveir er líka sterk yfir þér og tvö þúsund og tuttugu er tvisvar sinnum með töluna tvo, svo þetta er sannarlega happaárið þitt og þó þér finnist að þú sért alveg að renna fram af björgum, þá er ekkert annað að gerast en gott færi og allt bjargast áður en dagurinn rís.

Þér finnst þú verða svo spenntur, en þessari spennu fylgir töframáttur og á þessu ári gengurðu frá mikilvægum hlutum eins og samningum, eða ert að skrifa undir pappíra og það verða svo miklir og merkilegir töfrar í kringum það.

Þetta ár tengir saman ástina svo það verður töfrum líkast, gamlar ástir endurnýjast, nýjar finnast svo útkoman verður góð. Seinniparturinn af árinu verður eins og góður áramótaeftirréttur, allskonar bragðupplifanir sem framkalla margslungnar tilfinningar og þú verður saddur og sæll og sáttari en nokkru sinni fyrr.

Áramótaknús og kossar, Sigga Kling

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »