Fiskarnir: Þér leiðist að hjakka í sömu hjólförunum

Elsku Fiskurinn minn,

það er svo ótrúlegt að sjá það hvað lífið getur gefið manni mörg kraftaverk. Það gerist oft akkúrat á þeirri stundu sem maður býst ekki við því, en það er nefnilega sá tími sem þú ert að synda inn í núna.

Það er svo mikill vilji í þér að framkvæma, breyta og bæta. Og þótt þú segir sjálfum þér jafnvel aftur og aftur að núna sé ekki rétti tíminn, þá er það er gjörsamlega ekki satt því allt er að breytast í höndunum á  þér og verða betra.

Það verður svo mikið að gera hjá þér að þú annar ekki eftirspurn. Allur sá kvíði sem þú hafðir fyrir þessum tíma og sumrinu er í raun og veru spenna sem gefur þér kraft til afkasta svo miklu meira en þú bjóst við. Þú lagar til í kringum þig, slakar á í huganum og eflir hreysti þína.

Ég dró fyrir þig tvö spil og annað spilið sýnir þig eins og að koma út úr lirfu og verða að fiðrildi. Þetta tengir það að þú verðir ánægður með líkama og útlit og hefur aðdáendur allt í kringum þig.

Hitt spilið sem ég dró sýnir eins og máttuga orku eða anda sem heldur uppi himnunum fyrir þig. Þetta táknar þú hafir sérstaka vernd sem fylgir þig svo þú getir farið óhindrað í þá átt sem þú velur.

Þér leiðist nefnilega svo sannarlega að hjakka í sömu hjólförunum þó þú finnir öryggi í því. En bæði skynsemi og áræðni verður alveg í réttum skömmtum og það fer þér svo vel.

Þú ert svo sannarlega heppinn í ástum, en ef þú nennir ekki ástinni er það líka allt í lagi því þú ert svo dásamlega heppinn að fá að hanga með þér. Vertu duglegur í að jarðtengja þig og faðma móður Jörð, vera úti í náttúrunni og elska, í því er mátturinn fólginn.

Kossar og knús,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál