Nautið: Velmegun er að hefjast hjá þér af fullum krafti

Elsku Nautið mitt,

þó þú hafir verið að ganga í gegnum töluvert súrt tímabil þá þurfti allt þetta að gerast til þess að þú finnir hvað þú vildir og líka hvernig þú hresstir þig við.

Það kemur fyrir að maður sé neyddur til að breyta til og þó þú hafir ekki viljað allt sem Alheimurinn sendi þér á þessum athyglisverðu tímum, þá sérðu einlægt og í hjarta þínu að þetta var hárnákvæmlega það sem þú þurftir. Til þess að tengja sálina, hugann og aðstæður við yndislegu Alheimsorkuna sem er að hjálpa þér.

Þú verður alltaf skrefi á undan þinni samtíð og mátt vera töluvert montnari en þú ert og eins og ég hef oft sagt, mont og stolt eru systur. Skapandi kraftur þinn gefur þér hæfileika til þess að fá aðra til að hlusta. Svo láttu bara vaða, þú hefur bara þessa mínútu.

Þú ert með svo stórbrotinn innri kraft að það kemur fyrir að fólk skilji þig ekki alveg og heldur þú sért bara eitthvað skrýtinn.

Ég er í Nautsmerkinu og einu sinni var ég spurð í sjónvarpi hvort ég væri ekki eitthvað skrýtin og þá svaraði ég að það eina sem ég óttaðist væri að vera „normal“. Svo hleyptu öllu þessu skrýtna og skemmtilega út, því aflið og þakklætið sem þú ert að gefa frá þér er að breyta öllu. Fyrir þá sem eru að leita að ástinni þá eru dyrnar hjá þér hálf-opnar, svo ég bendi þér bara á að opna þær alveg. Þannig færðu ástina til þín og þú sérð líka þá hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki.

Ég dreg eitt spil úr töfrastokknum mínum, á því er stórt tré og þú ert að leiða einhvern. Þetta þýðir að velmegun er að hefjast hjá þér af fullum krafti og þú getur leyst úr fjárhagslegum vandamálum þínum. Það eina sem þú þarft er bara að horfast í augu við það sem þú hefur áhyggjur af. Þetta spil er líka ás sem gefur þér heppni í veraldlegum gæðum.

Frægir í Nautsmerkinu: 

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska knattspyrnulandsliðsins, 22. apríl
Hannes Þór Halldórsson, markvörður, 27. apríl 
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, rithöfundur og latikokkur, 21. apríl 
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, 14. maí 
Halldór Laxness, rithöfundur og skáld, 23. apríl 
Rúnar Freyr Gíslason, leikari, 29. apríl 
Garðar Thor Cortes, söngvari, 2. maí 
Helga Möller, söngkona, 12. maí 
Katrín Tanja Davíðsdóttir, crossfit-meistari, 10. maí 

mbl.is