Vogin: Þú endurnýjar kraftinn þinn

Elsku Vogin mín,

ég veit það er margt búið að vera í kringum þig sem þú hefur haft litla stjórn á, líkt og þú sért að snúa lukkuhjóli og vitir ekki hver vinningurinn er eða hvaða átt á að rúlla því. Næstu þrír mánuðir eru mikilvægustu mánuðirnir á árinu. Það verða töfrar eða galdrar allt í kringum þig og einhvernveginn mun lífið færa þér eins og á silfurfati betri og meira spennandi áhugamál sem tengjast bæði vinnu og nýjum verkefnum.

Þú endurnýjar kraftinn þinn og heldur áfram að henda skoðunum þínum og sannfæringu út í Alheiminn, en leyfir þér samt líka að leika þér.  Þér á eftir að líða eins og þegar þú varst krakki, þá meina ég þegar þér leið sem best sem krakki. Í þessum krafti og góðu breytingum eru fólgnir galdrar.

Það er svo margt sem þú ert að sleppa lausu útúr lífi þínu sem hefur verið þér íþyngjandi en þér hefur samt fundist þú hafir þurft að gera þetta, hitt og allt saman. Þú færð svo mörgu framgengt sem þú hefur reynt að koma í gegn í langan tíma og þá stoppar stressið, sem getur svo sannarlega drepið mann og annann. Þú færð styrki eða óvænta peninga, eitthvað sem þú bjóst alls ekki við. Skoðaðu betur í kringum þig og vertu viss um að þú finnur leiðina að peningaorkunni, sem er bæði jákvætt og hjálpar til.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum og óma (Sigga er að óma, það er alveg satt, ég er að skrifa fyrir hana stjörnuspána, heyri, upplifi þetta og er dolfallin!) og þú færð spil með töluna 13. Henni fylgir dulúð og spilið segir líka þú sért að fara í umbreytingu og umbyltingu á líkama þínum og útliti. Spilið sýnir að þú sért að skríða út úr lirfunni og að verða að því fallegasta fiðrildi sem þú getur ímyndað þér. Hitt spilið tengist orkustöð hjartans og gefur þér orku og dug til að segja það sem þú vilt við þá sem þú elskar skýrt og skilmerkilega. Þessi orkustöð er svo öflug á næstunni og þú finnur að það er eins og þú hafir ofurkrafta tengt ást og hjarta.

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægar Vogir:

Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október

Margareth Thatcher, 13. október

Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október

JóiPé, tónlistarmaður, 2. október

Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. Október

mbl.is