Nóvemberspá Siggu Kling er geggjuð

mbl.is/Marta María

Spákonan Sigga Kling er búin að rýna í nóvember og skoða hvernig mánuðurinn mun fara með okkur. Hvað á Krabbinn að gera til þess að ná sér í kærustu? Mun Fiskurinn finna hugarró og mun Hrúturinn láta af stjórnsemi sinni? Allt um þetta neðst á forsíðu mbl.is. 

Elsku hjartans Hrúturinn minn,

það er búin að vera svoddan háspenna og svo sérstök orka í kringum þig síðasta mánuðinn. Þú þarft að sýna extra þolinmæði gagnvart öðrum í kringum þig, því þannig nærðu jafnvæginu í þessum mánuði.

Mars og Júpíter eru inni í lífi þínu, svo þú munt finna mjög sterkt þú sért að rífast við sjálfan þig, eins og þú sért tvískipt persóna.

Annar helmingur þinn hefur verið mjög neikvæður og dregur úr þér kraftinn og gagnvart því sem þú þarft að þora að gera. Hin orkan sem tengd er Júpíter gefur þér mikla valmöguleika og gjafir.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Nautið mitt,

það er fullt tungl í þínu blessaða merki þann 31 október. Þann dag og næstu daga á eftir er svo mikilvægt að þú náir þér í tunglskin. Vandamál leysast, þú vekur athygli þar sem þig vantar að láta til þín taka.  Og þú finnur svo sterkt og skýrt hvað þú getur vel tjáð þig og þú ert ein heild við vini þína, veröldina og fjölskylduna.

Það eina sem kemur í mínus er þrjóskan og letin. Svo fleygðu þessum tveimur ókostum í ruslið og þá breytist það sem þú vilt breyta.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Tvíburinn minn,

það er svo einkennandi fyrir þig hvað þú hefur leiftrandi kímnigáfu og forvitni. Til þess að þú náir takmarki þínu er lykillinn einfaldlega bara að spyrja og tengja þig við þá sem ráða, þá færðu góð svör.

Þú þrífst best í þekkingu, svo alls kyns námskeið og vinna sem færir þig nær þínum sannleika virkjar þig svo takmarkalaust vel núna. Þú ert einn besti sögumaður sem hægt er að fá, reyndu að nýta þér það þegar það á við. Þú átt eftir að fara af stað og það fer enginn eins hratt yfir og þú og þú átt eftir að finna hversu spenntur þú ert yfir lífinu.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku hjartans Ljónið mitt,

þín ríkjandi pláneta er Sólin og þegar þú ert á réttu róli ertu eins og hún. En þegar þú dregur upp ský allt í kringum þig, þá sést þú ekki. Alveg eins og þegar ský dregur fyrir sólu.

Það eina sem gæti verið að torvelda að einhverju leyti fyrir þér lífið er að nenna ekki hinu og þessu og bíða eftir að aðrir hlaupi upp til handa og fóta og reddi málunum. En þú stjórnar nefnilega alveg þessu tímabili sem er að koma; hvort þú viljir hafa rigningarský þar sem þú lætur þig hverfa í annan heim. Hvort sem þetta tengist tölvuleikjum, áfengi eða öðrum ávanabindandi lífstíl, þá gengur raunveruleikinn ekki upp þannig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Vogin mín,

það er svo dásamlegt að vita að þú hafir þá trú að þú byggir þína velferð upp sjálf. Og það er svo sannarlega rétt, því í þér býr hinn guðlegi neisti og þegar þú finnur þú getur treyst á þennan neista ertu hinn eini sanni sigurvegari.

Þú þarft svo oft að velta því fyrir þér hvað þú ætlar að gera, því þú hefur svo margar hugmyndir um hvað er rétt. Þú ert svo sannarlega á frjóu tímabili og ert þar af leiðandi búin að snúa svo mörgu þér í hag sem þér virtist vera þér óyfirstíganlegt síðustu mánuði.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

talan sjö er talan þín þessa mánuði. Hún gefur þér það að þú þarft að byggja sjálfan þig upp og styrkja undirstöðurnar, því þú ert að undirbúa þig fyrir svo aflmikið tímabil sem þú sérð miklu betur um áramótin og allt næsta ár.

Þú hefur og ert að sá svo mörgum góðum fræjum á þessu ári, en þú hefur stundum ekki alveg þolinmæði fyrir því að þau hafi ekki vaxið eins hátt og þú vildir.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

ég þarf að segja þér eina staðreynd. Hún er sú að merkið þitt er eitt af fjórum heppnustu stjörnumerkjunum sem segir svo sannarlega að þú hafir svo sterkan vilja að bera.  Og það sem þú vonar að verði og gerist mun koma til þín þegar þú lætur viljann tala.

Afkomustreita hefur áhrif á þig en þú getur samið um allt mögulegt, svo gerðu það núna með viljann að vopni. Það er mjög algengt ég sjái að rétt fyrir afmælisdaginn þinn kemur högg sem þú sást ekki fyrir. Þetta högg mun breyta hag þínum til hins betra, en þú gerir þér enga grein fyrir því fyrr en útkoman er fyrir framan þig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Steingeitin mín,

það er svo merkilegt að skoða að þú býrð í því merki sem trúir einna síst á stjörnuspeki eða önnur hindurvitni. Þetta er staðreynd í þínum huga og þú ferð eftir því. Þú sérð ekkert grátt, bara svart eða hvítt, já eða nei og orðið kannski er ekki til í orðaforða þínum.

Konan sem skrifaði bækurnar mínar, Orð eru álög og Töfraðu fram lífið er algjör Steingeit. Hún ákvað eftir að hafa þekkt mig töluvert lengi að trúa á speki mína. Hún var stödd í áramótapartý og þar ákvapð hún að biðja Almættið af öllu hjarta að færa sér nýtt líf. Hún færði hendur til himins og bað um nýtt líf, hún sé tilbúin án þess að útskýra það nokkuð frekar. Þessari vinkonu minni langaði í margt sem var skrautlegt og skemmtilegt, en  hún var ekki nógu skýr í óskum sínum og nokkru seinna komst hún að því að hún væri ófrísk, svo sannarlega kom nýtt líf!

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Meyjan mín,

þú elskar fegurð, rólegheit og jafnvægi en líka stuð þegar það á við. Fallegi Venus gefur ykkur sérkennileg völd yfir öðrum því þú ert svo mikið sjarmatröll. Það eina sem getur eyðilagt fyrir þér er reiði og óhugsuð orð.

Þegar fýkur í þig elskan mín skaltu prófa öndunaræfingu, anda hamingjunni inn, anda hamingjunni út allt í kringum þig, allt að tíu sinnum og hugsa bara um andardráttinn. Ekki skrifa neitt í reiði og alls ekki segja hug þinn allan. Því að þó þú sért hreinskilin, þá mega sum orð kyrr liggja því að ef þú hefur ekkert gott að segja, skaltu frekar þegja.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Vatnsberinn minn,

þig langar að ýta svo mörgu af stað, svo allt sem þú hafir ákveðið fari að birtast eins og þú vilt hafa það. Núna stendur lífið svolítið kyrrt, njóttu þess bara að vera lifandi. Þakkaðu fyrir það sem þú hefur og blessaðu þá sem eru í kringum þig, hvort sem þér líkar vel við þá eður ei. Láttu reiði alveg eiga sig, því hún er bæði hundleiðinleg og smitandi.

Júpíter er sérstaklega sterkur yfir sem er svo spennandi og í þeirri orku muntu skynja betur hvernig þér getur liðið mun betur andlega. Og þú finnur leiðir til að bæta bæði heilsu og hug, sérð og finnur svo vel hvað er rétt eða rangt og þú tekur ákvarðanir sem eru byggðar á þolinmæði.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Fiskurinn minn,

þú ert að finna til svo mikils skilning á öllu mögulegu og ferð að ganga í takt við sjálfan þig. Neptúnus er svolítið sterkur inn í lífi þínu núna og þar af leiðandi gætirðu haft áhyggjur, því það er draugagangur í kringum þig sem tengist veraldlegum hlutum.

Það kemur inn í hjarta þitt eins og vitrun að þú þurfir hvað sem á dynur að alltaf haga þér eins og sigurvegari. Þetta er ákvörðun sem þú skalt líka bara hugsa á hverjum morgni; ég er sigurvegari er gott orð og það er nefnilega dagsatt að í þér býr sigurvegari.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

Elsku Krabbinn minn,

núna er tímabil þar sem þú ert að taka ákvarðanir og það er svo sterkur máttur yfir því. Þú sættir þig við breytingar, því að sálin þín er svo sterkur skapari og hún skapar alltaf eitthvað nýtt. Þegar ein hurð lokast þá munu svo sannarlega margar dyr opnast fyrir þér.

Þó þér finnist að hin dásamlega veröld sé að stoppa þig í einhverju, þá er það bara í stutta stund sem líður eins og örskot.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira. 

mbl.is