Meyjan: Þú færð 10 í þessum mánuði

Elsku Meyjan mín,

ef hægt væri að gefa einkunn á tímabil sem maður væri að fara inn í, mynduð þið fá 10! Þessi magnaði og margslungni mánuður er eins og leiðréttingaforrit á erfiðleika þína. Þú tekur svo yndislega leiðsögn og hlustar eins og þú værir í doktorsnámi á þá sem koma til þín skilaboðum. Þú lætur ekkert hreyfa við þér nema yndisleika lífsins sem þú sérð svo ótrúlega skýrt.

Þú mætir öllu sem áður fyrr hefði gert þig vitlausa með mikilli ró. Frumurnar þínar endurnýjast og þú finnur sérstaklega betri skilning á öllu þegar fullt tungl er í Meyjarmerkinu þann 27. febrúar. Leiðin er bara upp á við þennan mánuðinn og þú finnur styrk í bæninni og skynjar að það sem þú biður um af ljúfleika og frá hjartanu, það færðu. Og það er alveg sama hvort þú trúir á Guð, almættið eða hvað sem það er, bænirnar bjarga.

Það verða bónorð hjá mörgum sem eru ógiftir (vonandi), því þú eflir svo útgeislun þína að fáir fá þig staðist. Þú tekur þá hnífa úr bakinu á þér sem þú átt ekki skilið að hafa, því þegar þú fyrirgefur bara með sjálfum þér, þá hverfa sárin sjálfkrafa.

Þú finnur fleiri en eina leið til að afla þér björg í bú og að fá það sem þig vantar af veraldlegum efnum. Og þú gengur frá ótalmörgum hlutum sem hafa valdið þér kvíða, því það vilja allir semja við þig, það er staðreynd. Þú gerir einhver viðskipti sem verða þér afar hagstæð. Þetta gæti tengst húsnæði eða vinnu, alla vega einhverju sem kemur þér afar afar vel.

Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrastokknum mínum og fyrsta spilið gefur þér töluna þrettán og umbyltingu á útliti og veikindum. Síðara spilið segir að það eina sem getur tafið þig er að þú sért of utan við þig og jafnvel hundleiðist. En um leið og þú tekur stefnuna að hafa alls engan auðan tíma í lífinu fyrir hringrás vitlausra hugsana sem stefna á þig dag eftir dag og útilokar þær, þá er endurfæðing þín alger.

Þú ert búin að vera að hugsa mikið um fólkið í kringum þig og um alla þá sem þurfa á þér að halda. En þú verður að athuga að þú getur ekki flogið fyrir aðra manneskju, því þá fær hún ekki sína eigin vængi til að fljúga. Ástin verður staðföst, einlæg og falleg, alveg sama í hvaða formi hún er.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál