Eiginkonan stendur fyrir „allt“ sem hann þolir ekki

Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump.
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump. mbl.is/AFP

Nú fylgjast margir með aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Framganga Donald Trump er á köflum óhugnanleg og hefur hann lýst yfir óbeit á hinum og þessum. Innflytjendur hefur hann kallað „nauðgunarglæpamenn“ og „morðingja“ og það er vægt til orða tekið að hann sé ekki hrifinn af kommúnistum. Í ljósi þessa er áhugavert að skoða bakgrunn núverandi eiginkonu Trump, Melania Trump.

Hin 45 ára Melania Trump ólst upp hjá pabba sínum sem á þeim tíma var meðlimur kommúnistaflokksins í þáverandi Júgóslavíu. 34 ára gömul giftist hún 69 ára gömlum miljarðamæringi og fékk skömmu síðar bandarískan ríkisborgararétt. Melania Trump er því bæði innflytjandi í Bandaríkjunum og dóttir kommúnista. Aðspurð um samband sitt og herra Trump segist hún ferlega hrifin af útliti hans og heila. Þá er hún búin að ákveða að verði hún forsetafrú Bandaríkjanna muni hún verða „hefðbundin“ forsetafrú í anda Laura Bush og Jackie Kennedy.

Donald Trump ásamt konu sinni Melania Trump.
Donald Trump ásamt konu sinni Melania Trump. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál