Hera Hilmarsdóttir er Thorsari

Faðir Heru, Hilmar Oddsson, er kominn af Thorsurum en ættin er nefnd í höfuðið á danska ættföðurnum Thor Jensen.

„Þegar maður elst upp vitandi það að maður sé Thorsari þá er maður mjög meðvitaður um að það var mikil fjölskylda,“ segir leikkonan Hera Hilmarsdóttir sem er viðmælandi í þáttaröðinni Hver ertu? 

Í myndbrotinu er einnig rætt aðeins við föður Heru sem segir hana vera skynsama, stundum einum of, en það megi einmitt rekja til Thorsaranna. Hera er hlédræg og með báða fætur á jörðinni. Forfeður hennar og -mæður voru umsvifamikil á okkar landi á síðustu öld. Hera á framtíðina fyrir sér en er hún tilbúin að skoða fortíðina? 

Nýr þáttur af Hver ertu? er nú kominn í Sjónvarp Símans Premium en þættirnir eru sýndir í opinni dagskrá á fimmtudagskvöldum kl. 20.00.

mbl.is