Tryggvi hefur búið í rjóðri við Rauðavatn í fimm ár

Tryggvi Hansen er gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið.
Tryggvi Hansen er gestur í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið.

Tryggvi Hansen er nýjasti gestur bræðranna í hlaðvarpsþættinum Þvottahúsið. Tryggvi kom vel dúðaður í ull enda maður sem lifir í góðum tengslum við náttúruna. Hann byrjaði að koma sér fyrir í litlu skógarrjóðri við Rauðavatn fyrir um fimm árum og þar er hann enn. Hann sefur í ókyntu bæli eins og hann kýs að kalla það. Án vatns, rafmagns eða klósettaðstöðu. Það er óhætt að segja að hann hafi snúið baki við efnishyggjunni og snúist til náttúrunnar. Í þessu einstaka viðtali fer hann yfir sögu sína út frá vissum goðsagnarvinkli og lýsir því hvernig hann talar við mýs, býflugur og skógarþresti. 

„Ég vil meina að ég og svo margir komum frá svokölluðum brotnum fjölskyldum. Alkóhólið hefur eyðilagt alveg rosalega í aldaraðir. Karlmenn hafa verið mjög erfiðir, dóminerandi yfir þessum konum, við erum allir með svona sár,“ segir hann í byrjun viðtalsins eins og saga hans hefjist þar, í þjáningunni.

Í samhengi við þjáningu mannsins talar hann um skógarþröstinn og hve ególaus hann virðist vera.

„Skógarþrösturinn er svo heilagur í sér, hann er með svo hátt siðferði, fyrir hann er að ala upp börnin svo heilagt. Þeir eru ekki með hlutadýrkun, gera allt svo rétt, skilja ekki eftir sig nein vandamál, lifa bara eins og vatnið, eins við eigum að gera öll sömul,“ segir hann um vin sinn skógarþröstinn.

Þegar hann er spurður hvort allar þessar goðsagnir, öll þessi orð, skipti einhverju máli hvað varðar uppgerð á sinni eigin fortíð svarar hann:

„Ég er búinn að vera í sárum, reiður og svekktur og núna þegar ég hef lent í þessum vandræðum með drenginn og hvernig hann hagar sér skil ég að það þýðir ekkert að vinna með reiði, það þýðir ekkert að vinna með hatur, ég finn það alveg. En samt þurfum við að geta horft á þetta og fyrirgefið og sem sagt fundið leiðina þar sem maður nánast gengur að þeim sem eru vondu gæjarnir og faðmar þá að okkur.“ 

Þegar hann er spurður hvort hann hafi sigrað í lífinu segir hann:

„Mér finnst ég eiginlega bara hafa margdáið og tapað öllu margsinnis og legið lengi í því að vita hreinlega ekki hvort ég væri á lífi eða ekki, hvort eitthvað skiptir máli lengur sko.“ 

„Ég hef farið í háskóla og svona og mér finnst eins það sé ekkert vandamál að fara í háskóla, en það að vera í sambandi við manneskju, svona brotin eins og ég og sérstaklega ef hin manneskjan er ekkert minna brotin en maður sjálfur sko, það er mesti skóli sem ég hef nokkurn tímann lent í sko, gríðarleg átök og mikil eftirvinnsla.“  

Þátt­inn er hægt að hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og horfa á hann á YouTu­be: 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál