Hvar var þín uppáhaldshljóðbók 2021?

Bræðurnir Gunnar Helgason og Hallgrímur Helgason á Storytel verðlaununum í …
Bræðurnir Gunnar Helgason og Hallgrímur Helgason á Storytel verðlaununum í fyrra.

Nú gefst öllum unnendum hljóðbóka kostur á að kjósa sína eftirlætishljóðbók sem kom út á liðnu ári. Til þátttöku hafa verið valdar eitthundrað og fimmtán vinsælustu hljóðbækurnar hjá Storytel sem voru gefnar út árið 2021 í fimm mismunandi bókaflokkum. Valið byggir annars vegar á hlustun og hins vegar á stjörnugjöfum notenda. Ekki er skilyrði að vera virkur áskrifandi hjá Storytel til þess að geta tekið þátt.

Að lokinni almenningskosningu verða fimm efstu bækurnar í hverjum flokki tilnefndar formlega til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna árið 2021. Dómnefndir, skipaðar fagfólki á sviði bókmennta, með áherslu á hljóðbækur munu í kjölfarið velja hljóðbók ársins í hverjum flokki þar sem höfundar og lesarar bókanna verða verðlaunaðir. Sérstök heiðursverðlaun verða afhent fyrir ómetanlegt framlag eða framúrskarandi verk á sviði hljóðbóka, líkt og fyrri ár, en auk þess verða nú í fyrsta sinn afhent sérstök fagverðlaun og verðlaun fyrir vinsælasta hlaðvarpið.

Verðlaunahátiðin, Storytel Awards mun síðan fara fram við hátíðlega athöfn í Hörpu síðasta vetrardag, 20. apríl 2022.

Kosningin fer fram á vefsíðunni awards.storytel.com þar sem er að finna bækurnar sem valdar voru til þátttöku, ásamt nánari upplýsingum, og stendur kosningin til 31. janúar 2022.

mbl.is

Bloggað um fréttina