Instagram: Gellur elska stigaganga

Samsett mynd

September er svo sannarlega mánuður ástarinnar. Það eru brúðkaup helgi eftir helgi, börn fæðast og fólk opinberar ný sambönd. Ástrós Traustadóttir dansari og raunveruleikastjarna er búin að birta hverja óléttumyndina á fætur annarri, Nadía Sif Líndal er komin með kærasta og Sóli Hólm og Viktoría Hermanns gengu í það heilaga um helgina. 

Skemmtilegasta maraþonið!

Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þátt í Marathon du médoc í Frakklandi um helgina. Hjónin virðast hafa skemmt sér ákaflega vel í hópi góðra vina. 

Fullkominn sunnudagur!

Tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir gekk upp Reykjadalinn í gær og baðaði sig í læknum þar. Elísabet gengur nú með sitt þriðja barn og styttist í stóra daginn. 

Tíminn flýgur!

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur er í fríi á Spáni með eiginmanni sínum. Katrín segist aldrei hafa verið jafn róleg í fríi en er spennt fyrir komast heim í rútínu. Hún gengur nú með sitt fyrsta barn. 

View this post on Instagram

A post shared by Katrin Edda (@katrinedda)

Sólsetrin í Santorini!

Ástrós Traustadóttir, dansari og raunveruleikastjarna, er heldur betur búin að njóta lífsins á Grikklandi undanfarna vikuna. Hún á nú von á sínu fyrsta barni og er búin að birta fjölda fallegra mynda. 

Kossar og koffín!

Camilla Rut Rúnarsdóttir, áhrifavaldur og fatahönnuður, stendur á tímamótum en þau Rafn Hlíðkvist Björg­vins­son hafa sett húsið sitt á sölu. Camilla segist vera mamma sem gengur fyrir morgunkossum og koffíni.

View this post on Instagram

A post shared by CAMY (@camillarut)

Maður gerir ekkert einn! 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, tók við verðlaunum sem stjórnmálamaður ársins á One World ráðstefnunni í Manchester í vikunni sem leið. Vinkonur hennar hittu hana í Lundúnum um helgina til að fagna. 

Nýgift!

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm gengu í hjónaband í Dómkirkjunni á laugardag. Þau trúlofuðu sig í París fyrir fjórum árum og ætluðu að gifta sig fyrir tveimur árum en faraldurinn kom í veg fyrir það

Mættu í veislu Margrétar! 

Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid létu sig ekki vanta þegar því var fagnaði í Danmörku að 50 ár væru liðin frá því að Margrét varð Danadrottning. 

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

Í sínu fínasta pússi!

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir klæddi sig í rauðan og bleikan kjól til þess að fagna ástinni með Sólmundi Hólm og Viktoríu Hermannsdóttur.  

Fjölskylda í fríi! 

Leikaraparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson fóru með syni sína tvo í ferðalag. Eins og sjá má kunna þau að njóta lífsins. 

Nýr kærasti! 

Fyrirsætan Nadía Sif Líndal opinberaði nýja kærastann sinn í vikunni. Sá heppni er breskur körfuboltamaður að nafni Lucien Christofis. 

Ef Tarzan væri hippi!

Fyrrverandi fótboltakappinn Rúrik Gíslason hefur notið lífsins á Spáni undanfarna daga. Hann birti mynd af sér berum að ofan með handklæði um mittið. 

Gella Vikunnar! 

Berglind Festival Pétursdóttir fjölmiðlakona sló í gegn í fyrsta þætti haustins af Vikan með Gísla Marteini á föstudag. Hún minnti á þáttinn með gellumynd. 

Grænar buxur!

Förðunarfræðingurinn og áhrifavaldurinn Elín Erna Stefánsdóttir birti glæsilegar myndir af sér í stigaganginum heima. 

Vinafundir!

Guðrún Dís Emilsdóttir fjölmiðlakona var gestur í brúðkaupi þeirra Viktoríu og Sóla um helgina. Andri Freyr Viðarsson fjölmiðlamaður var það einnig og splæstu þau í mynd með brúðgumanum. 

View this post on Instagram

A post shared by Gunna Dís (@gudrundisemils)

mbl.is
Loka