Heitustu „kúltúrbörnin“ í dag

Snæfríður Ingvarsdóttir, Ragnar Kjartansson og Hera Hilmarsdóttir eru „kúltúrbörn“.
Snæfríður Ingvarsdóttir, Ragnar Kjartansson og Hera Hilmarsdóttir eru „kúltúrbörn“. Samsett mynd

Mikil umræða spratt upp á dögunum um svokölluð „kúltúrbörn“ en sagt er að kúltúrbörn hafi vegna ættartengsla aðgang að menningarauðmagni sem lýsi sér í völdum og áhrifum umfram aðra. 

Sitt sýnist hverjum um réttmæti þessarar umræðu en ljóst er að „kúltúrbörnin“ eru fjölmörg og frábær og þeim ber að fagna. Smartland tók saman heitistu kúltúrbörn þjóðarinnar um þessar mundir.

Sturla Atlas

Sigurbjartur Sturla Atlason er sonur Atla Rafns Sigurðarsonar leikara. Sturla Atlas hefur getið sér gott orð í rappheiminum og í heimi leiklistarinnar. Hann vakti til dæmis mikla athygli sem Rómeó í sýningu Þjóðleikhússins á Rómeó og Júlíu og var tilnefndur til Grímunnar.

Sturla Atlas er fyrir miðju.
Sturla Atlas er fyrir miðju. Ljósmynd/Aðsend

Snæfríður Ingvarsdóttir

Snæfríður Ingvarsdóttir er dóttir leikarahjónanna Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur. Hún var aðeins 11 ára þegar hún lék í kvikmyndinni Kaldaljós. Árið 2016 útskrifaðist hún úr Leiklistarskóla Íslands og hefur að undanförnu starfað í Þjóðleikhúsinu. Þá hefur hún líka leikið í sjónvarpsseríunni Ófærð 3.

Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir.
Högni Egilsson og Snæfríður Ingvarsdóttir. Ljósmynd/Jörri

Hera Hilmarsdóttir

Hera Hilmarsdóttir er ein af þjóðargersemum Íslands um þessar mundir. Hún er dóttir Hilmars Oddssonar leikstjóra og Þóreyjar Sigþórsdóttur leikkonu. Hera hefur haslað sér völl sem leikkona erlendis og sýnt stórleik í hverju stykkinu á eftir öðru nú síðast í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.

Hera Hilmarsdóttir er að gera það gott í hinum stóra …
Hera Hilmarsdóttir er að gera það gott í hinum stóra heimi. AFP

Baltasar Breki Samper

Baltasar Breki Samper á ekki langt að sækja leiklistarhæfileikana enda sonur Baltasars Kormáks, leikara og leikstjóra. Hann hóf ungur að aðstoða föður sinn í kvikmyndageiranum og hefur eftir útskrift úr leiklistarskólanum leikið í sjónvarpsþáttum á borð við Ófærð og Kötlu.

Baltasar Breki er sonur Baltasars Kormáks.
Baltasar Breki er sonur Baltasars Kormáks. Ljósmynd/Jörri

Þórður Ingi Jónsson

Þórður Ingi Jónsson listamaður sem þekktur er undir listamannsheitinu Lord Pusswhip er sonur Steinunnar Þórarinsdóttur listakonu og Jóns Ársæls Þórðarsonar fjölmiðlamanns. Hann hefur vakið mikla athygli í gegnum tíðina, aðallega á sviði tónlistar.

Þórður Ingi Jónsson er listamaður.
Þórður Ingi Jónsson er listamaður.

Þorri Hringsson

Þorri Hringsson myndlistarmaður er sonur Hrings Jóhannessonar listmálara. Þorri er þekktur fyrir mögnuð olíumálverk af íslensku landslagi. Þá er hann einnig virtur víngagnrýnandi.

Þorri Hringsson.
Þorri Hringsson. mbl.is/Einar Falur

Steiney Skúladóttir

Steiney Skúladóttir er dóttir leikaranna Halldóru Geirharðsdóttur og Skúla Gautasonar. Steiney kom eins og elding inn í íslenskt listalíf og heillaði alla upp úr skónum með líflegri framkomu og gleði. Hún er í hljómsveitinni Reykjavíkurdætrum og á vonandi eftir að láta ljós sitt skína áfram.

Steiney Skúladóttir er hress.
Steiney Skúladóttir er hress. Ljósmynd/Móa Hjartardóttir

Systurnar Sigga, Beta og Elín

Systurnar slógu eftirminnilega í gegn þegar þær kepptu í Eurovision fyrir hönd Íslands á síðasta ári. Þær eiga ekki langt að sækja hæfileikana en þær eru dætur Ellenar Kristjáns og Eyþórs Gunnarssonar tónlistarfólks.

Sigga, Beta og Elín.
Sigga, Beta og Elín. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ragnar Kjartansson

Listamaðurinn Ragnar Kjartansson hefur svo gott sem sigrað heiminn í listinni. Hann er einn af okkar fremstu listamönnum fyrr og síðar. Hann kemur úr mikilli listafjölskyldu en foreldrar hans eru leikararnir Kjartan Ragnarsson og Guðrún Ásmundsdóttir. 

Ragnar Kjartansson er heimsþekktur listamaður.
Ragnar Kjartansson er heimsþekktur listamaður. mbl.is/Einar Falur

Gunnar Theodór Eggertsson

Gunnar Theodór Eggertsson er sonur rithöfundanna Þórunnar Jörlu Valdimarsdóttur og Eggerts Þórs Bernharðssonar. Sjálfur er Gunnar afkastamikill rithöfundur sem getið hefur sér gott orð fyrir ævintýralegar bækur. Hann hefur hlotið barnabókaverðlaun og verið tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Gunnar Theodór Eggertsson er ötull rithöfundur.
Gunnar Theodór Eggertsson er ötull rithöfundur. Ljósmynd/Elsa Björg Magnúsdóttir

Kamilla og Júlía Einarsdætur

Systurnar Kamilla og Júlía Einarsdætur hafa vakið athygli fyrir ritverk sín. Þær eiga ekki langt að sækja hæfileikana en faðir þeirra er einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar, Einar Kárason. Kamilla sló fyrst í gegn með Kópavogskrónikunni sem rataði svo á svið í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Silju Hauksdóttur. Svo var hún tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Tilfinningar eru fyrir aumingja. Það verður spennandi að sjá næsta útspil systranna.

Kamilla Einarsdóttir, Hildur Baldursdóttir og Júlía Einarsdóttir.
Kamilla Einarsdóttir, Hildur Baldursdóttir og Júlía Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Haraldur Ari Stefánsson

Haraldur Ari Stefánsson er sonur Stefáns Jónssonar leikara og leikstjóra og Agnesar Amalíu Kristjónsdóttur fjölmiðlakonu og söngkonu. Haraldur lærði leiklistina í Bretlandi og hefur unnið við Borgarleikhúsið að undanförnu. Þá hefur hann vakið athygli í sjónvarpsþáttunum Kötlu.

Haraldur Ari á framtíðina fyrir sér.
Haraldur Ari á framtíðina fyrir sér. Styrmir Kári
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál