Rándýrt útlit Melaniu Trump

Melania Trump leggur mikla áherslu á mittislínuna.
Melania Trump leggur mikla áherslu á mittislínuna.

Heimsbyggðin fylgist grannt með nýrri forsetafrú Bandaríkjanna, Melaniu Trump. Hún á mögulega einn dýrasta fataskáp landsins enda gengur hún helst ekki í öðru en merkjavöru.

Það hefur ekki farið framhjá neinum að það er komin ný forsetafrú í Hvíta húsið. Hún hefur reyndar neitað að hún ætli að flytja þangað inn, en hún tilheyrir engu að síður húsinu sem eiginkona Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna. Þessi forsetahjón eru náttúrlega engin Guðni Th. og Eliza Reid hvað gæði varðar, en eitt má frú Trump eiga – hún er ansi lekker í tauinu.

Það hafa aldrei birst myndir af frú Trump án þess að hárið hafi verið vandlega blásið, andlitið farðað eftir kúnstarinnar reglum og að kroppurinn hafi verið sæmilega hirtur. Það leynir sér heldur ekki, miðað við val á fatnaði, að hún hugsar út í hvert smáatriði. Það leynir sér heldur ekki að hún hefur greinilega lengi haft efni á að klæða sig og getað valið sér fínustu hönnunarflíkurnar.

Hún veit líka hvernig hún á að klæða sig til þess að vera gild í heimi hinna ríku og frægu. Það er ákveðin kúnst. Peningar geta nefnilega ekki keypt stíl eins og lesendur Smartlands vita.

Það hefur ekki farið neitt sérlega lítið fyrir henni, þannig séð, síðan hún varð „first“ og fylgist heimsbyggðin með hverju fótmáli hennar. Auðvitað vakna margar spurningar eins og hvers vegna hún hafi valið þennan skaðræðisgrip sem eiginmann, hvernig fjölskyldulíf þeirra sé og hvað drífi hana raunverulega áfram í lífinu, fyrir hvað hjarta hennar slái og hvaða 100 atriði séu á Bucket-listanum hennar. Mögulega á þetta allt eftir að koma í ljós en þangað til er hægt að rýna í klæðaburð hennar og svipbrigði.

Eitt er þó víst að hún þekkir styrkleika sína þegar kemur að klæðaburði. Hún leggur áherslu á mittislínuna og svo má sjá glitta í bera handleggi og fótleggi. Það sést samt miklu minna í bera leggi og annað hold eftir að hún varð „first“. Litapallettan er líka mildari og það sem vekur athygli er að oftar en ekki er allt í stíl. Rauður kjóll við rautt veski, hvít dragt við hvíta skó og bleikur kjóll við bleika skó og þar fram eftir götunum.

Hvítar buxur við hvítan bol og hvíta kápu.
Hvítar buxur við hvítan bol og hvíta kápu. mbl.is/AFP
Hér sést hvíti kjóllinn betur.
Hér sést hvíti kjóllinn betur.
Kjóllinn er frá Givenchy, skórnir frá Manolo Blahnik og taskan …
Kjóllinn er frá Givenchy, skórnir frá Manolo Blahnik og taskan frá Chanel. mbl.is/AFP
Melania Trump ásamt Donald Trump og syni þeirra. Dragtin er …
Melania Trump ásamt Donald Trump og syni þeirra. Dragtin er frá Ralph Lauren. mbl.is/AFP
Melania Trump er 45 ára gömul eða aðeins sjö árum …
Melania Trump er 45 ára gömul eða aðeins sjö árum eldri en elsti sonur eiginmannsins.
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump stigu dans á …
Donald Trump og eiginkona hans Melania Trump stigu dans á Frelsisdansleiknum sem haldin var í tilefni að innsetningu Trump. mbl.is/AFP
Bleikur síðkjóll við bleika skó.
Bleikur síðkjóll við bleika skó. mbl.is/AFP
Melania Trump klæddist hvítum samfesting frá Ralph Lauren. Með henni …
Melania Trump klæddist hvítum samfesting frá Ralph Lauren. Með henni á myndinni er sonur þeirra Donalds, Barron Trump. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Kjóllinn er frá Reema Arca.
Kjóllinn er frá Reema Arca. mbl.is/AFP
Alltaf allt í stíl og í sama lit.
Alltaf allt í stíl og í sama lit. mbl.is/AFP
mbl.is/AFP
Kjóll frú Trump er frá Herve Pierre.
Kjóll frú Trump er frá Herve Pierre. mbl.is/AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »