Hví leitarðu ekki í smiðju Carrie Bradshaw?

Á sumrin er fallegt að finna til stór pils og …
Á sumrin er fallegt að finna til stór pils og tank-boli í sama tón. Pinterest.

Eitt af því sem hélt áhorfendum límdum við skjáinn þegar Beðmál í Borginni var vinsælt var fataskápur Carrie Bradshaw. Smartland valdi bestu dressin úr þáttunum og kvikmyndum byggðum á þáttunum og veltir upp spurningunni hvort þessi dress eigi ekki enn þá við.

Frumskógur tískunnar er flókinn, hér er haldið áfram að fikra sig áfram í málefnum er varða tísku og hönnun.

Það sem Carrie Bradshaw gerir vel í Beðmál í Borginni er að setja saman ólíkar flíkur. Hér má sjá fallegt einfalt undirlag á kjól sem prýddur er bróderuðum glitrandi bol. Takið eftir fallegum einföldum skóm sem gerir leggina lengri. Hér klæðist hún Roberto Cavalli.

Fallegur kvöldklæðnaður. Takið eftir hvað þessir skór falla vel inn …
Fallegur kvöldklæðnaður. Takið eftir hvað þessir skór falla vel inn í samsetninguna. Pinterest.

Þegar stelpur eru í Frakklandi er mikilvægt að klæða sig upp á eins og Parísarbúar. Það gerði Carrie vel. Sjómannabolurinn teinótti með pilsi sem er einnig með röndum er guðdómleg samsetning.

Parísartískan tekin á næsta stig. Carry kann þetta.
Parísartískan tekin á næsta stig. Carry kann þetta. Pinterest.

Á heitum sumarkvöldum er mikilvægt að kunna að klæðst logandi litum. Rauður einfaldur kjóll og fallegir handleggir er það eina sem þarf í þetta útlit.

Rauður kjóll á heitum sumarnóttum er fallegur stíll.
Rauður kjóll á heitum sumarnóttum er fallegur stíll. Pinterest.

Kjóllinn sem lýsir Carrie hvað best er litli svarti kjóllinn sem hún klæðist við mörg tækifæri. Þessi kjóll fer einstaklega vel með ljósum skóm og ljósri tösku. Takið eftir því hvað einfalt útlit á fylgihlutum, lætur kjólinn standa upp úr. Hér er ekki verið að flækja hlutina.

Þessi stíll er dæmigerður fyrir Carry Bradshaw í Beðmál í …
Þessi stíll er dæmigerður fyrir Carry Bradshaw í Beðmál í Borginni. Pinterest.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál