Geta bólurnar komið aftur eftir lyfjagjöf?

Íslensk kona veltir því fyrir sér hvort bólurnar geti komið …
Íslensk kona veltir því fyrir sér hvort bólurnar geti komið aftur eftir að hún hættir á lyfjum. Ljósmynd/Unsplash

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manneskju sem spyr út í bólur. 

Hæ!

Þegar maður er búinn að vera á húðlyfi og allar bólurnar eru farnar geta þá bólurnar komið aftur og getur maður orðið jafn slæmur og maður var.

Kveðja, B

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.
Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda.

Góðan daginn

Hér er ekki tekið fram um hvaða húðlyf er að ræða, þau eru fjölmörg og með mismunandi virkni. Því miður er það þannig að bólur geta komið aftur eftir meðferð á húðlyfjum. Líkurnar eru minni eftir meðferð með Decutan (isotretinoin) en eftir meðferð með veikari lyfjum, til dæmis kremum. 

Ef þú hefur lokið meðferð með húðlyfjum og finnst bólurnar vera að koma aftur ættiru endilega að ræða málin við þinn húðlækni sem getur hjálpað þér með þetta vandamál. 

Bestu kveðjur, 

Arna Björk Kristinsdóttir húðlæknir

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Örnu Björk spurningu HÉR. 

mbl.is