Sterkar konur eru alltaf í tísku

Cate Blanchett fer með hlutverk Phyllis Schlafly.
Cate Blanchett fer með hlutverk Phyllis Schlafly.

Þættirnir um Mrs. America eru að slá í gegn í Bandaríkjunum um þessar mundir. Þættirnir byggja á sönnum atburðum lýsa sögusviði ólíkra kvenna á áttunda áratug síðustu aldar. Eða þegar konur brutust til valda með ólíkum leiðum. Það er margt að meðtaka í þáttunum sem lýsa íhaldsamri valdakonu, Phyllis Schlafy og sögu Stop ERA. 

Persónusköpun þáttanna er áhugaverð og það sama má segja um fatastíl kvennanna sem ýmist klæða sig upp á sem hippar í anda frelsishreyfingarinnar eða á íhaldssamari hátt í þágu einstaklingshyggjunnar.

Leikkonan Cate Blanchett fer með hlutverk Phyllis Schlafly í þáttunum sem kannast ekki við að konur eigi erfitt uppdráttar. Hún er í raun á því í upphafi þáttanna að konum sem skortir hæfileika noti kynhlutverk sitt sem leiðir til að fá meiri völd. Þessa hugmynd túlkar hún endurtekið með fastmótuðu uppsettu hári sínu, einstökum fatnaði í anda Jackie Onassis og fágaðri framkomu. Kjólarnir og dragtirnar sem hún klæðist minnir á Sonia Rykiel á þessum tíma í bland við Etienne Aigner, Coco Chanel og Dior. 

Áttundi áratugurinn var einmitt áratugur frelsis og kynþokka. Árin sem tóku við af MOD tískunni, þegar konur klæddu sig upp annað hvort sem hippar eða dúkkulegar stelpur í stuttum pilsum. 

Rose Byrne í tísku sem gæti átt erindi í dag. …
Rose Byrne í tísku sem gæti átt erindi í dag. Enda er áttundi áratugur síðustu aldar sífellt að koma upp á hugmyndaborð hönnuða.

Stíll leikkonunnar Rose Byrne í hlutverki Gloriu Steinem er einmitt í þeim anda. Óður til hippa tímans með smá kryddi. Í raun væri hægt að klippa Byrne út úr hlutverkinu og setja hana inn í veruleikann í dag. Því þessi stíll hennar á alltaf við. Útvíðar buxur eða pils, þröng peysa og sítt  glansandi hárið er eftirsóknavert útlit sem margar konur leitast við að ná fram.

Það ætti engin kona að láta tískuna í þessum þáttum framhjá sér fara. Átakanleg saga um ólíkar leiðir sem konur fóru á þessum tíma. 

Cate Blanchett í kjól í anda Sonia Rykiel frá áttunda …
Cate Blanchett í kjól í anda Sonia Rykiel frá áttunda áratugnum.
mbl.is