Ekkert breyst í 22 ár

Beckham-hjónin hafa verið gift í 22 ár. David Beckham birti …
Beckham-hjónin hafa verið gift í 22 ár. David Beckham birti gamlar og nýjar myndir af fjölskyldu sinni á Instagram. Samsett mynd

Stjörnuhjónin David og Victoria Beckham fögnuðu 22 ára brúðkaupsafmæli um síðustu helgi. Þau hafa vissulega elst eins og annað fólk þótt þykktin á hárinu segi annað. Sumt hefur þó ekkert breyst eins og hvernig þau klæða sig í stíl hvort við annað. 

„22 árum seinna, enn í fötum í stíl,“ skrifaði knattspyrnuhetjan á Instagram þegar hann óskaði spúsu sinni til hamingju með daginn. „Til hamingju með brúðkaupsafmælið, ég elska þig svo mikið og takk fyrir að gefa mér þessi frábæru börn svo við getum öll verið í eins fötum.“

David Beckham birti eftirminnilegar myndir af þeim hjónum í fjólubláum fötum úr brúðkaupinu og í eins leðurgöllum. Hann þurfti ekki að grafa lengi og fann nýrri myndir af þeim hjónum þar sem þau voru bæði í fötum í enskum sveitastíl. Á annarri mynd voru þau bæði í brúnum buxum og hvítum bol. Á síðustu myndinni var öll fjölskyldan samankomin í eins náttfötum en hjónin eiga fjögur börn. 

Öll fjölskyldan í eins náttfötum.
Öll fjölskyldan í eins náttfötum. Skjáskot/Instagram
mbl.is