Kristín mætti með nýleg gleraugu

Kristín Jónsdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir og Jakob Frímann Magnússon.
Kristín Jónsdóttir, Anna Þóra Björnsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Kristín Jónsdóttir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, lét sig ekki vanta í 26 ára afmæli Sjáðu sem haldið var í Gamla bíó á dögunum. Í leiðinni var 60 ára afmæli Gylfa Björnssonar sjónfræðings í Sjáðu fagnað. Hún var með nýleg gleraugu í veislunni en þau fást í Sjáðu og koma frá Cutler and Cross. 

Kristín vakti athygli á Íslandi þegar hún fór að vera reglulega í fréttum vegna eldgossins á Reykjanesskaga og tóku landsmenn eftir því strax þegar hún birtist með ný gleraugu á vormánuðum. Þau gleraugu koma frá Carol­ine Abram. 

mbl.is