Góð (húð)ráð fyrir stóra daginn

Björg Alfreðsdóttir, alþjóðlegur förðunarfræðingur YSL á Íslandi, og Bára Hafsteinsdóttir, snyrtifræðingur Lancôme á Íslandi, ráðleggja okkur með húðrútínu og förðun fyrir stóra daginn. 

Bára og Björg eru sammála um að það sé aldrei of seint að byrja að undirbúa húðina fyrir stóra daginn.

„Það er gott að nota áhrifaríkar meðferðir á við retinól og sýrur. Gott er líka að fara í húðhreinsun fjórum vikum fyrir brúðkaup. Góð húðhreinsun, mikill raki og sólarvörn gera húðinni gott og því er ráðlegt að bæta því við húðumhirðuna nokkrum vikum fyrir stóra daginn svo hún verði rakafylltari, heilbrigðari og geislandi þegar að brúðkaupi kemur,“ segir Bára og mælir með Confidence in Cleanser frá IT Cosmetics sem gefur milda en áhrifaríka hreinsun og má nota kvölds og morgna fyrir allar húðgerðir.

„C-vítamín hefur andoxandi virkni og eykur ljóma og heilbrigði húðar. C-vítamínið frá Kiehl‘s inniheldur einnig hýalúrósýru sem gefur húðinni jafnari áferð,“ segir Bára.

Ekki gleyma varakreminu!

Lykillinn að fallegum vörum er nærðar varir. „Absolu-varakremið frá Lancôme má nota eftir þörfum til að fá þrýstnari og jafnari varir,“ segir Bára og bendir á að gott dagkrem skipti líka máli.

„Rakagefandi og styrkjandi andlitskrem gerir kraftaverk. Ultra Facial-andlitskremið frá Kiehl‘s er eitt vinsælasta rakakrem í heimi en það læsir rakann í húðinni allan daginn. Génifique-augnkremið frá Lancôme dregur úr þrota á augnsvæðinu, róar og gefur mikinn raka og ljóma. Það gefur einnig jafna og bjarta áferð undir förðun.“

Sólarskemmdir geta orsakað um 80% af ótímabærri öldrun húðar og þess vegna skiptir máli að nota sólarvörn.

„Creme Solaire frá Biotherm verndar, rakafyllir og styrkir húðina.“

Degi fyrir brúðkaup er gott að veita húðinni extra dekur með hreinsandi og rakagefandi möskum, einnig er mikilvægt að drekka mikið vatn og ná löngum og góðum svefni.

„Notaðu Turmeric & Cranberry seed hreinsi- og ljómamaskann frá Kiehl‘s fyrir þéttari, jafnari og meira ljómandi áferð. Génifique-maskinn frá Lancôme er bjargvættur sem dregur úr þrota og sýnileika fínna lína og hrukka og gerir kraftaverk kvöldi fyrir stóra daginn,“ segir Björg og nefnir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar ákveða á brúðarförðunina.

„Ef nota á brúnkuaukandi vörur er mikilvægt að nota þær líka fyrir prufuförðunina svo hægt sé að velja rétta liti í förðunarvörum. Eins er gott að klæðast hvítu til að sjá hvernig allir litir tóna við,“ segir Björg og mælir með því að fólk velji látlausa tímalausa förðun fyrir stóra daginn. Það kemur betur út á mynd!

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál