Dökkar varir og þykkar augabrúnir hjá Chanel

Mér má sjá dökkar augabrúnir og vel skyggð andlit.
Mér má sjá dökkar augabrúnir og vel skyggð andlit.

Mikið var lagt í förðunina þegar Chanel sýndi Ready-To-Wear línu sína í París í síðustu viku. Fyrirsæturnar voru vel farðaðar en til þess að fá sem besta útkomu skiptir máli að húðin sé vel nærð.

Á flestar fyrirsætur var byrjað að setja Hydra Beauty Micro-sérum og Hydra Beauty Camellia Water Cream. Þá var farðinn Les Beiges -Touche de Teint borinn á andlitið með góðum bursta og andlitið skyggt vel. Vatnsheldu blýantarnir frá Chanel, Stylo Sourcils Waterproof, voru notaðir til þess að fá sterkari augnsvip og svo var Les 4 Ombres Tweed pallettan notuð mikið í litnum Brun et Rose. 

Dökkir varalitir verða áberandi næsta sumar og eru nú þegar orðnir það. Það er því ekki úr vegi að gera eins og förðunarmeistarar Chanel og bera á sig varalitinn Rouge Allure 204 Sensation. Þær sem þora ekki alla leið þangað geta farið í aðeins mildari lit eða Rouge Allure 195 Mise a Nu. 

Rouge Allure varalitnir koma í nokkrum litum.
Rouge Allure varalitnir koma í nokkrum litum.
Les 4 Ombres Tweed litapallettan er sérlega falleg og eiguleg.
Les 4 Ombres Tweed litapallettan er sérlega falleg og eiguleg.
Hér má sjá Rouge Allure 204 Sensation varalitinn í allri …
Hér má sjá Rouge Allure 204 Sensation varalitinn í allri sinni dýrð.
Örlítill bleikur kinnalitur gefur alltaf svip.
Örlítill bleikur kinnalitur gefur alltaf svip.
Hér sést hvernig augnlokið og skyggt og hvernig augnskugginn flæðir …
Hér sést hvernig augnlokið og skyggt og hvernig augnskugginn flæðir upp að augabrúnum.
Það kemur falleg áferð ef varalitirnir eru bornir á með …
Það kemur falleg áferð ef varalitirnir eru bornir á með varalitapensli.
Hér er varaliturinn borinn á með varalitabursta til að fá …
Hér er varaliturinn borinn á með varalitabursta til að fá fallegri áferð.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál