Rihanna með skart frá fjölskyldu Dorritar

Rihanna var með flotta eyrnalokka frá Moussai­eff á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Rihanna var með flotta eyrnalokka frá Moussai­eff á Óskarsverðlaunahátíðinni. AFP/ Frederic J. Brown

Tónlistarkonan Rihanna koma fram á Óskarsverðlaunahátíðinni í gærkvöldi. Hún var stórglæsileg á rauða dreglinum með skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers. Skart­gripa­merkið Moussai­eff er í eigu fjöl­skyldu Dor­rit­ar Moussai­eff, eig­in­konu Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar fyrr­ver­andi for­seta Íslands.

Rihanna klæddist svörtum kjól frá merkinu Alaïa þar sem óléttukúlan hennar var vel römmuð inn. Hún var með eyrnalokka frá Moussai­eff sem og hringa. 

Rihanna með óléttukúlu og eyrnalokka.
Rihanna með óléttukúlu og eyrnalokka. AFP/ANGELA WEISS

Rihanna var ekki eina stjarnan sem var með skartgripi frá merkinu á Óskarsverðlaunahátíðinni. Leikkonan Michelle Yeoh var val­in besta leik­kona í aðal­hlut­verki. Hún tók við styttunni góðu í Dior kjól og var með skartgripi frá Moussai­eff Jewell­ers, sérstaka athygli vakti fallega spöng. Yeoh er þekkt fyrir að vera aðdáandi merkisins. 

Michelle Yeoh með Óskarinn.
Michelle Yeoh með Óskarinn. AFP/Patrick T. Fallon
Michelle Yeoh á rauða dreglinum.
Michelle Yeoh á rauða dreglinum. AFP/MIKE COPPOLA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál