Grindavík lagði Breiðablik í níu marka leik

Scott Ramsay skroraði eitt af fimm mörkum Grindavíkur í fyrri ...
Scott Ramsay skroraði eitt af fimm mörkum Grindavíkur í fyrri hálfleik gegn Blikum. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Grindvíkingar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Landsbankadeildinni þegar þeir lögðu Breiðablik í stórskemmtilegum leik á Kópavogsvelli. 6:3 urðu lokatölurnar eftir að Grindvíkingar höfðu haft 5:1 yfir í hálfleik. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ekki liðinu nema 19 sekúndur þar til boltinn lá í netinu hjá Blikunum þegar Tomasz Stolpa skoraði en Pólverjinn skoraði 2 mörk eins og Andri Steinn Birgisson en besti maður vallarins, Scott Ramsay skoraði eitt.

Nenad Zivanovic, Prince Rajcomar og Haukur Baldvinsson gerðu mörk Blika, Haukur í sínum fyrsta leik í deildinni.

Byrjunarlið Breiðabliks: Casper Jacobsen, Árni Kristinn Gunnarsson, Srdjan Gasic, Guðmann Þórisson, Kristinn Jónsson, Arnar Grétarsson, Nenad Petrovic, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Prince Rajcomar, Nenad Zivanovic.
Varamenn: Magnús Páll Gunnarsson, Olgeir Sigurgeirsson, Vignir Jóhannesson, Arnór S. Aðalsteinsson, Alfreð Finnbogason, Haukur Baldvinsson, Finnur O. Magnússon.

Byrjunarlið Grindavíkur: Zankarlo Simunic, Ray Anthony Jónsson, Marinko Skaricic, Andri Steinn Birgisson, Jóhann Helgason, Tomasz Stolpa, Eysteinn Hauksson, Orri Freyr Hjaltalín, Scott Ramsay, Alexander Veigar Þórarinsson, Jósef K. Jósefsson.
Varamenn: Magnús Þormar, Páll Guðmundsson, Bogi Rafn Einarsson, Sveinn Þór Steingrímsson, Marko Valdimar Stefánsson, Michael Jónsson, Emil Daði Símonarson.

Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki og Eggert Rafn Einarsson úr ...
Jóhann Berg Guðmundsson úr Breiðabliki og Eggert Rafn Einarsson úr KR. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Breiðablik 3:6 Grindavík opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is