Breiðablik í Meistaradeildina, Rakel skoraði ekki

Rakel Hönnudóttir hefur skorað 23 mörk í deildinni.
Rakel Hönnudóttir hefur skorað 23 mörk í deildinni. Ómar Óskarsson

Lokaumferð Pepsideildar kvenna fór fram í dag og Breiðablik tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu með því að bursta GRV 7:0. Þór/KA sigraði KR 3:2 og hafnaði í 3. sæti en Stjarnan endaði í 4. sæti eftir 7:0 sigur á Keflavík. Rakel Hönnudóttir átti möguleika á því að verða markadrottning en henni tókst ekki að skora. Hún og Kristín Ýr Bjarnadóttir urðu því jafnar með 23 mörk hvor. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu í leik KR og Þórs/KA.

Byrjunarlið KR:

Guðrún Anna Atladóttir - Katrín Ásbjörnsdóttir, Guðný Guðleif Einarsdóttir, Sonja Björk Jóhannsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Lilja Dögg Valþórsdóttir, Hrafnhildur Guðnadóttir, Mist Edvardsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg, Rebekka Sverrisdóttir.

Varamenn: Freyja Viðarsdóttir, Hrafnhildur Agnarsdóttir, Guðlaug Sara Guðmundsdóttir, Selja Ósk Snorradóttir, Svava Björnsdóttir, Dagmar Mýrdal GUnnarsdóttir, Særún Rafnsdóttir.

Byrjunarlið Þórs/KA:

Berglind Magnúsdóttir - Silvía Rán Sigurðardóttir, Karen Nóadóttir, Vesna Smiljkovic, Rakel Hönnudóttir, Mateja Zver, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Íunn Elvar Gunnarsdóttir, Bojana Besic, Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, Elva Friðjónsdóttir.

Varamenn: Halla Valey Valmundsdóttir, Katla Ósk Káradóttir, Alda Karen Ólafsdóttir, Hildur Mist Pálmadóttir.

KR* 2:3 Þór/KA opna loka
90. mín. Katrín Ásbjörnsdóttir (KR*) á skot framhjá Fékk boltann rétt utan teigs vinstra megin en hitti boltann illa með vinstri fæti.
mbl.is