Þjálfaraskipti hjá Val?

Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.

Fram kom í fréttum Sjónvarpsins, að forráðamenn knattspyrnudeildar Vals hafi sett sig í samband við Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, til að taka við úrvalsdeildarliði Vals. Þá sagði Sjónvarpið að Gunnlaugi Jónssyni, núverandi þjálfara, hafi verið boðið að hætta nú þegar.

Valur er í 8. sæti í Pepsi-deildinni en liðið tapaði síðasta leik sínum 4:1 fyrir KR.

mbl.is

Bloggað um fréttina