Ekki tókst að koma Aroni aftur í liðinn

Aron fer yfir málin í Laugardalnum í kvöld.
Aron fer yfir málin í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Golli

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þurfti að fara af leikvelli snemma í síðari hálfleik gegn Slóveníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 

Aron fór úr axlarlið og var mjög kvalinn eins og áhorfendur sáu. Samkvæmt heimildum mbl.is tókst ekki að kippa honum aftur í liðinn á staðnum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. 

Aron var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús þar sem hann fór meðal annars í myndatöku. 

mbl.is