Tvö víti í súginn er Blikar komust áfram

Kristinn Jónsson fiskaði víti sem Sverrir Ingi nýtti ekki.
Kristinn Jónsson fiskaði víti sem Sverrir Ingi nýtti ekki. mbl.is/Styrmir Kári

Breiðablik er komið í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í fótbolta eftir markalaust jafntefli gegn andorrska liðinu FC Santa Coloma á útivelli í dag. Blikar unnu fyrri leikinn, 4:0, og einvígið því samanlagt með sömu tölum.

Heimamenn fengu tækifæri til að koma sér inn í einvígið þegar Nichlas Rohde fékk dæmda á sig vítaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks en Isma Quinones brenndi af vítaspyrnunni.

Quinones gaf svo vítaspyrnu sjálfur í upphafi seinni hálfleiks þegar hann braut á Kristni Jónssyni og var hann rekinn af velli fyrir brotið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður Blika, fór á punktinn en brenndi af.

Markalaust jafntefli niðurstaðan sem þýðir að Blikar eru komnir áfram og mæta austurríska liðinu Sturm Graz í annarri umferð.

Lið FC Santa Coloma: (4-5-1) Mark: Eloy Casals. Vörn: Oriol Fité, David Ribolleda, Walter Wagner, Javier Sánchez. Miðja: Luis Blanco, Marc Rebes, Isma Quinones, Juanfer, Albert Mercadé. Sókn: Adam Smith.
Varamenn: Israel Serrano (m), Felipe Goncalves, Renato Mota, Genís Garcia, Joao Lopes, Antonio Marinho, Alejandro Romero.

Lið Breiðabliks: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Jökull I. Elísabetarson, Sverrir Ingi Ingason, Rene Troost, Kristinn Jónsson. Miðja: Finnur Orri Margeirsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árni Aðalsteinsson. Sókn: Nichlas Rohde, Árni Vilhjálmsson, Olgeir Sigurgeirsson.
Varamenn: Arnór Bjarki Hafsteinsson (m),  Þórður Steinar Hreiðarsson, Viggó Kristjánsson, Ellert Hreinsson, Páll Olgeir Þorsteinsson, Tómas Óli Garðarsson, Andri Rafn Yeoman.

FC Santa Coloma 0:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Finnur Orri Margeirsson (Breiðablik) fær gult spjald Fyrirliðinn sækir spjald á 90. mínútu. Furðulegt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert