Valssigur í tíu marka leik

Kolbeinn Kárason og Jóhannes Karl Guðjónsson eigast við í fyrri ...
Kolbeinn Kárason og Jóhannes Karl Guðjónsson eigast við í fyrri leik liðanna á Skaganum í sumar. mbl.is/Ómar

Valur vann sigur á ÍA, 6:4, í ótrúlegum tíu marka leik í 13. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Kristinn Freyr Sigurðsson skoraði þrennu fyrir Val en sjö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik. Þetta er fyrsti sigur Valsmanna síðan í 6. umferð.

Valsmenn komust yfir á 15. mínútu með marki Kristins Freys Sigurðssonar en Skaginn tók forystuna með mörkum frá Ármanni Smára Björnssyni og Garðari Gunnlaugssyni sem bæði komu eftir föst leikatriði.

Heimamenn jöfnuðu aftur þegar Arnar Sveinn Geirsson skoraði eftir laglegan undirbúning Hauks Páls Sigurðssonar tveimur mínútum eftir mark Garðars. Jóhannes Karl kom ÍA aftur yfir með marki 32. mínútu en veislunni í fyrri hálfleik var ekki enn lokið.

Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann missti langskot Daniels Racchi í netið á 44. mínútu og mínútu síðar kom Kristinn Freyr Val í 4:3 með skoti sem fór af varnarmanni og í netið. Sjö marka fyrri hálfleikur.

Í þeim síðari létu mörkin aðeins bíða eftir sér en Kristinn Freyr skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Arnars Sveins á 75. mínútu og kom Val í 5:3. Garðar Gunnlaugsson skoraði annað mark sitt einni mínútu fyrir leikslok en í staðinn fyrir að jafna metin fengu Skagamenn á sig sjötta markið þegar Daniel Racchi skoraði með skoti úr teignum í uppbótartíma.

Valsmenn komast með sigrinum upp fyrir ÍBV í fimmta sætið en ÍA er sem fyrr í 11. sæti. 

Nánari umfjöllun um leikinn má lesa í Morgunblaðinu í fyrramálið en myndbandsviðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld.

Leikurinn var í beinni textalýsingu á mbl.is en hana má lesa hér að neðan.

Lið Vals: (4-3-3) Mark: Fjalar Þorgeirsson. Vörn: Jónas Tór Næs, Magnús Már Lúðvíksson, Stefán Ragnar Guðlaugsson, Bjarni Ólafur Eiríksson. Miðja: Haukur Páll Sigurðsson, Iain James Williamson, Daniel Craig Racchi. Sókn: Arnar Sveinn Geirsson, Indriði Áki Þorláksson, Kristinn Freyr Sigurðsson.
Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon (m), Sigurður Egill Lárusson, Kolbeinn Kárson, Matthías Guðmundsson, Sindri Scheving, Matarr Jobe, Andri Fannar Stefánsson.

Lið ÍA: (4-4-2) Mark: Páll Gísli Jónsson. Vörn: Andri Geir Alexandersson, Kári Ársælsson, Thomas Sörensen, Joakim Wrele. Miðja: Andri Adolphsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Már Guðjónsson, Hafþór Ægir Vilhjálmsson. Sókn: Garðar Gunnlaugsson, Ármann Smári Björnsson.
Varamenn: Árni Snær Ólafsson (m), Maksims Rafalskis, Joshua Watt, Theo Furness, Eggert Kári Karlsson, Einar Logi Einarsson, Alxander Már Þorláksson.

Valur 6:4 ÍA opna loka
90. mín. Leik lokið +4. Sturluðum leik lokið með sigri Vals.
mbl.is