Fyrsta tap Breiðabliks kom í Eyjum

Arnþór Ari Atlason með boltann í Eyjum í dag.
Arnþór Ari Atlason með boltann í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

ÍBV og Breiðablik áttust við á Hásteinsvelli í kvöld í 20 metrum á sekúndu. Leikurinn var annar leikurinn í 10.umferð Pepsi- deildar karla. Eyjamenn unnu leikinn 2:0 en þetta var fyrsta tap Blika í deildinni.

Eins og fyrr segir var mikill vindur og byrjuðu Blikar að leika með vind í fyrri hálfleik og náðu þeir ekki að nýta sér vindinn. Staðan 0:0 í hálfleik.

Eyjamenn komust yfir með marki frá Glenn á 72.mínútu eftir góða sendingu frá Víði. Víðir bætti svo við öðru marki aðeins 2 mínútum síðar eftir frábæra sendingu frá Bjarna Gunnarssyni og Eyjamenn komnir með góða forustu og héldu út, 2:0 lokatölur.

Fylgst var með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

ÍBV 2:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið Eyjamenn sigra! Fyrsta liðið til þess að sigra Blika í deildinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert