Diego kemur til greina í landsliðið

Diego Johannesson, leikmaður Real Oviedo.
Diego Johannesson, leikmaður Real Oviedo. Af netinu

„Hann kemur til greina, eins og allir Íslendingar,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, um spænsk/íslenska bakvörðinn Diego Jóhannesson. Diego er 22 ára gamall og leikur með Real Oviedo, sem er í 3. sæti spænsku B-deildarinnar.

Hann á íslenskan föður og hefur aldrei leikið landsleik, svo hann ætti að vera gjaldgengur í íslenska landsliðið. Diego er á sínu öðru tímabili með Real Oviedo en liðið vann sig upp úr C-deildinni í vor. Hann er upphaflega hægri kantmaður en hefur færst aftar á völlinn og er nú hægri bakvörður, sem Heimir og Lars Lagerbäck fylgjast með eins og mörgum öðrum:

„Ég hef skoðað hann aðeins í þessum forritum sem við erum með. Við höfum rætt um hann, en leikmaður sem talar ekki íslensku þarf að vera talsvert mikið betri en aðrir til að komast í hópinn hjá okkur. Við munum samt klárlega fylgjast með honum, það er ekki vafi,“ sagði Heimir við Morgunblaðið í gær. „Hann á kannski ekki mörg tímabil að baki en er byrjaður að spila svolítið á háu stigi, í leikstöðu sem við erum ekkert sérlega ríkir í. Við erum að fylgjast með honum eins og öllum öðrum sem eru gjaldgengir í íslenska landsliðið,“ sagði Heimir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert