Alfreð frá vegna meiðsla

Alfreð Finnbogason í búningi Olympiakos.
Alfreð Finnbogason í búningi Olympiakos. AFP

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason glímir við meiðsli og er ekki í leikmannahópi Olympiacos sem mætir Levadiakos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alfreð sagði í samtali við mbl.is en meiðslin væru ekki alvarleg en hann hefur ekki æft vegna þeirra síðustu dagana.

Alfreð hefur lítið fengið að spreyta sig með gríska meistaraliðinu á leiktíðinni og allt eins líklegt að hann fari frá félaginu í janúarglugganum en hann er í láni hjá því frá Real Sociedad.

mbl.is