Grindavík skellt á Þórsvelli

Sandra María Jessen í leik með Þór/KA.
Sandra María Jessen í leik með Þór/KA. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þór/KA tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir 6:0 sigur á Grindavík á Þórsvelli í dag. Heimamenn voru með yfirhöndina allan leikinn og var staðan 5:0 í hálfleik.

Flóðgáttirnar opnuðust strax á 4. mínútu leiks með marki Huldu Óskar Jónsdóttur og komu mörkin jafnt og þétt í fyrri hálfleik. Sandra María Jessen bætti öðru markinu við úr vítaspyrnu á 14. mínútu og Andrea Mist Pálsdóttir kom Þór/KA í 3:0 á 25. mínútu. Akureyringar virtust hafa róað sig örlítið niður því næsta mark kom heilum 12 mínútum síðar og var það Stepheny Mayor sem skoraði. Hún bætti sínu 2. marki við á 45. mínútu með stórglæsilegri hjólhestaspyrnu og var staðan 5:0 í hálfleik. 

Þór/KA virtist ætla að láta sér 5:0 sigur nægja á 1. deildarliði Grindavíkur sem hafði ekki enn tapað leik á tímabilinu, en svo var ekki. Sandra María Jessen skoraði annað mark sitt í leiknum og sjötta mark Þórs/KA á 61. mínútu. Þó urðu mörkin ekki fleiri og lauk leiknum 6:0.

Leik lokið

61. MARK!!! Þór/KA 6:0 Grindavík - Sandra María Jessen skorar sitt annað mark í leiknum.

46. Seinni hálfleikur hafinn.

Hálfleikur 

45. MARK!!! Þór/KA 5:0 Grindavík - Stepheny Mayor er komin með tvö mörk. 

37. MARK!!! Þór/KA 4:0 Grindavík - Stepheny Mayor Fyrsta tap 1. deildarliðs Grindavíkur á tímabilinu virðist ætla að koma í dag.

25. MARK!!! Þór/KA 3:0 Grindavík - Andrea Mist Pálsdóttir Þetta er algjör markaveisla hjá Akureyringum. Þrjú mörk á 25 mínútum!

14.MARK!!! Þór/KA 2:0 Grindavík - Sandra María Jessen er enn og aftur á skotskónum og hún kemur heimaliðinu í tveggja marka forystu.

14. Vítaspyrna! Þór/KA fær vítaspyrnu.

4. MARK!!! Þór/KA 1:0 Grindavík - Hulda Ósk Jónsdóttir kemur heimamönnum í forystu strax í byrjun leiks.

1. Flautað er til leiks.

Þór/KA Grindavík
 BYRJUNARLIÐ
Aurora Cecilia Santiago Cisneros (M)   Emma Mary Higgins (M)  
Karen Nóadóttir  (F)   Linda Eshun   
Írunn Þorbjörg Aradóttir     Kristín Anitudóttir Mcmillan    
Sandra María Jessen     Guðný Eva Birgisdóttir    
Lára Einarsdóttir     Anna Þórunn Guðmundsdóttir  (F)  
Sandra Stephany Mayor Gutierrez    10  Sara Hrund Helgadóttir    
10  Anna Rakel Pétursdóttir     11  Sashana Carolyn Campbell   
11  Natalia Ines Gomez Junco Esteva    16  Ísabel Jasmín Almarsdóttir    
15  Hulda Ósk Jónsdóttir     18  Dröfn Einarsdóttir    
21  Lillý Rut Hlynsdóttir     26  Marjani Hing-Glover   
26  Andrea Mist Pálsdóttir     30  Lauren Brennan   
mbl.is