Ljóst hverjum íslensku liðin geta mætt

Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar og eru í neðri styrkleikaflokki.
Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar og eru í neðri styrkleikaflokki. mbl.is/Eva Björk

Í dag er dregið í forkeppni Evrópudeildar UEFA þar sem alls þrjú íslensk lið verða í pottinum, en í morgun skýrðist hvaða mótherjar eru mögulegir fyrir íslensku liðin í fyrstu umferð forkeppninnar.

KR og Stjarnan eru í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn. Mögulegir mótherjar Stjörnunnar eru NSÍ Runavík frá Færeyjum, Liepaja frá Lettlandi, Vaasa frá Finnlandi, Trakai frá Litháen og Shamrock Rovers frá Írlandi.

Mögulegir mótherjar KR eru hins vegar Bangor City frá Wales, Cork City frá Írlandi, Seinäjoki frá Finnlandi, Suduva frá Litháen og KÍ Klakksvík frá Færeyjum.

Valur er í neðri styrkleikaflokki fyrir dráttinn í dag og mögulegir mótherjar þeirra eru Haugesund frá Noregi, Ventspils frá Lettlandi, Vaduz frá Liechtenstein, Midtjylland frá Danmörku og Domzale frá Slóveníu.

Dregið er í forkeppnina síðar í dag og einnig í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en FH kemur þar inn í 2. umferð í efri styrkleikaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert