Fyrrverandi leikmaður Manchester City í KR

Betsy Hasset er mætt í Vesturbæinn
Betsy Hasset er mætt í Vesturbæinn Ljósmynd/Twitter-síða KR

Betsy Hassett, landsliðskona frá Nýja-Sjálandi, hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild KR. Hassett kemur til félagsins frá Ajax, en hún hefur einnig leikið með Werder Bremen og Manchester City. 

Hassett er 26 ára gömul og á að baki 81 landsleik fyrir þjóð sína. KR er í 8. sæti Pepsi-deildar kvenna með aðeins sex stig. 

mbl.is