Ljóst að Ísland mætir stórliðum í Þjóðadeildinni

Íslenska landsliðið er í A-deild Þjóðadeildar UEFA.
Íslenska landsliðið er í A-deild Þjóðadeildar UEFA. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Búið er að opinbera styrkleikalistana fyrir Þjóðadeild UEFA sem hefur göngu sína næsta haust og ljóst er að Ísland mun mæta stórþjóðum.

Ísland er í A-deild Þjóðadeildarinnar vegna stöðu sinnar á styrkleikalista FIFA undanfarna mánuði, en íslenska liðið er í þriðja og neðsta styrkleikaflokki í A-deildinni. Þrjú lið eru saman í riðli og mætir Ísland því einni þjóð úr potti 1 og potti 2.

Leikið er heima og að heiman í september, október og nóvember á næsta ári og sigurliðið fer í úrslitakeppni í júní 2019. Neðsta liðið fellur í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Fyrsti styrkleikaflokkur:
Þýskaland
Portúgal
Belgía
Spánn

Annar styrkleikaflokkur:
Frakkland
England
Sviss
Ítalía

Þriðji styrkleikaflokkur:
Pólland
ÍSLAND
Króatía
Holland

mbl.is