Heimir sendir þakkarorð til Indónesíu

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur sent skilaboð til Indónesíu þar sem hann þakkar fyrir gestrisnina á dögunum þegar Ísland var á ferð um landið og spilaði tvo vináttuleiki.

Heimir segir að sérstaklega vel hafi verið tekið á móti liðinu og það hafi verið þar í góðu yfirlæti við góðar aðstæður. Ísland vann vináttuleikina tvo samtals 10:1; þann fyrri 6:0 og þann síðari 4:1.

„Vonandi munum við allavega hafa öðlast einn eða tvo stuðningsmenn fyrir baráttuna á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar,“ sagði Heimir svo að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert