Gylfi byrjaður að sparka í bolta - myndskeið

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Kristinn Magnússon

Endurhæfingin hjá landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni virðist ganga nokkuð vel en hann er staddur á Flórída í Bandaríkjunum þessa dagana.

Í morgun setti Gylfi inn myndskeið af sjálfum sér á Instagram-aðgangi sínum þar sem hann sparkar í bolta en hann hefur verið frá vegna meiðsla í hné frá því í byrjun mars.

„Það er góð tilfinning að vera byrjaður að sparka í bolta á ný,“ sagði Gylfi en myndskeiðið má sjá með því að smella hér.

Gylfi Þór er ekki eini landsliðsmaðurinn í kappi við tímann að ná sér góðum fyrir HM en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er einnig í endurhæfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik með Cardiff seint á tímabilinu.

„Þær frétt­ir sem við höf­um í dag eru þannig að það ætti að verða mögu­leiki að báðir spili þann leik. Maður veit hins veg­ar aldrei með meiðsli, stund­um kem­ur bak­slag í þau. En þetta lít­ur ágæt­lega út í dag,“ sagði Heimir Hallgrímsson er hann tilkynnti 23-manna landsliðshóp Íslands sem fer til Rússlands á dögunum.

Instagram-aðgangur Gylfa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert