Mikilvægur sigur KA á Fjölni

Almarr Ormarsson sækir sína gömlu félaga í KA heim með …
Almarr Ormarsson sækir sína gömlu félaga í KA heim með Fjölni í kvöld. Hér er hann ásamt Elfari Árna Aðalsteinssyni í fyrri hálfleiknum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA og Fjölnir mættust á Akureyrarvelli í mikilvægum leik í Pepsi-deild karla í fótbolta sem lauk nú í þessu. Heimamenn fóru með 2:0 sigur af hólmi.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur en gestirnir úr Grafarvogi og náðu forystu strax á 15. mínútu þegar Daníel Hafsteinsson skoraði með fínum skalla eftir hornspyrnu Hallgríms Steingrímssonar.

KA-menn náðu síðan að tvöfalda forskot sitt eftir skyndisókn. Martinez með langa sendingu á Ásgeir sem lenti í kapphlaupi við Bergsvein. Bergsveinn gerði mistök sem urðu til þess að Ásgeir náði boltanum og skoraði. Staðan 2:0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var öllu rólegri og ekki mikið um færi. Fjölnismenn fengu einhver hálffæri en Martinez var öruggur í marki heimamanna. 2:0 sigur KA-manna staðreynd og fögnuðurinn mikill í leikslok enda um gríðarlega mikilvægan sigur að ræða.

KA-menn fara með sigrinum upp fyrir Fjölnismenn, KA-menn eru nú með 12 stig eins og Fjölnir sem eru þó með lakari markatölu.

KA 2:0 Fjölnir opna loka
90. mín. Fjölnir fær hornspyrnu Ísak Óli kemst að endamörkum og á skot sem Martinez ver.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert