Erum allar góðar vinkonur

Fjolla Shala með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið bikarmeistari. Hún …
Fjolla Shala með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið bikarmeistari. Hún er á góðri leið með að fagna Íslandsmeistaratitlinum einnig. mbl.is/Valli

„Ég er búin að vera í Breiðabliki í sex ár og liðsandinn hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Við erum allar góðar vinkonur. Það er ekki síst því að þakka hve vel okkur hefur gengið í sumar,“ segir Fjolla Shala, lykilmaður á miðjunni hjá kvennaliði Breiðabliks í knattspyrnu sem er komið með níu fingur á Íslandsbikarinn eftir sigurinn á Þór/KA, 3:0, á Kópavogsvelli á laugardaginn.

Fjolla lék mjög vel, fékk 2 M í Morgunblaðinu og er sá leikmaður sem fjallað er um eftir 16. umferð Pepsi-deildar kvenna.

„Þetta er alls ekki búið þó staðan sé góð og við bíðum með að fagna þar til titillinn er í höfn. En það var mikill léttir að vinna þennan leik og hann var erfiður og jafn. Þær voru mikið meira með boltann og við vorum í eltingaleik lengst af, en þannig lögðu þjálfararnir upp leikinn og það virkaði vel,“ sagði Fjolla við Morgunblaðið og bar Þorsteini Halldórssyni þjálfara og Ólafi Péturssyni aðstoðarþjálfara vel söguna.

Nánar er rætt við Fjollu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem fram kemur að hún á að baki 7 A-landsleiki fyrir Kósóvó en er þó enn gjaldgeng í íslenska landsliðið.

Þar er einnig úrvalslið Morgunblaðsins úr 16. umferð Pepsi-deildar kvenna og staðan í M-gjöfinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert