Það þarf ekki mikinn reiknimeistara

Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson. mbl.is/Eggert

„Það þarf ekki mikinn reiknimeistara að sjá að við erum ekki búnir að tryggja sæti okkar í deildinni en þegar öllu er á botninn hvolft þá var mikilvægt fyrir okkur að tapa ekki leiknum,“ sagði Logi Ólafsson þjálfari Víkings við mbl.is eftir jafntefli sinna manna gegn FH í Pepsi-deildinni í dag.

Víkingar eru með 22 stig í 10. sæti og eru með þremur stigum meira en Fjölnismenn sem sitja í 11. sætinu en Fjölnismenn unnu góðan sigur á Grindvíkingum í dag..

„Við hefðum með smá heppni, sem hefur ekki mikið fylgt okkur í sumar, getað labbað af vellinum með þrjú stig. Það var fúlt að fá þetta mark á sig eftir að hafa komist yfir. Gæði leiksins voru ekkert sérstök en gæðin geta verið mismunandi. Gæði okkar í dag var fínn varnarleikur. Við vissum að FH-ingarnir myndu mæta með okkur með þetta leikkerfi og stór hluti af fótboltaleik er að spila góða vörn og heilt yfir vorum við ánægðir með leik okkar,“ sagði Logi, en Víkingar sækja botnlið Keflavíkur heim í næstu umferð og tekur svo á móti KR-ingum í lokaumferðinni.

„Við munum á engan hátt vanmeta lið Keflavíkur. Það hafa öll liðin átt í vandræðum með þá og við mörðum 1:0 sigur á móti þeim í fyrri umferðinni. Þetta verður erfiður leikur og verður mjög mikilvægur fyrir okkur

mbl.is